Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 20:05 Bjarki Jónasson með eina af lopapeysunum, sem hann hefur prjónað. Það tekur hann um þrjá daga að prjóna svona peysu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn. Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Það var gaman að koma við hjá Bjarka í Hveragerði og sjá allt sem hann hefur verið að gera með prjónunum sínum. Hann er frá Borgarnesi en hefur búið í Noregi síðustu ár. Þar fékk hann krabbamein, flutti í kjölfarið til Íslands og hefur verið að jafna sig eftir það, en gleðifréttin er sú að hann er laus við meinið. „Ég er að prjóna meðal annars mikið af ullarsokkum og ég hef gert það á meðan ég hef verið í mínum veikindum, prjónað mikið og það hefur bara bjargað mér. Maður hreinsar hugann þegar maður fer að prjóna og það ættu mikið fleiri að taka það upp og fara að prjóna,“ segir Bjarki og bætir því við að hann skammist sín alls ekki fyrir að vera að prjóna þó hann sé karlmaður. Eyrnabönd, sem Bjarki hefur gert og notið mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nei, nei, en það var einmitt ein kona í Noregi, hún sagði að ég væri skrýtin af því að ég væri karlmaður að prjóna, það ætti ekki að vera þannig en það voru margar konurnar, sem tóku upp hanskann fyrir mig,“ segir Bjarki og hlær. Bjarki prjónar mest af vettlingum og ullarsokkum á börn og þá hefur hann prjónað nokkrar lopapeysur. „Þetta rýkur allt út hjá mér, ég hef ekki undan að prjóna,“ segir hann kampakátur. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert að prjóna? „Það er bara ýmislegt, ég er að hugsa um hestana mína, bara hvað sem er, lífið og tilveruna og líta björtum augum á allt saman, gleyma öllu þvarginu og arginu,“ segir Bjarki. Barnabörn Bjarka í Hveragerði njóta góðs af prjónaafanum því þar er nóg af hlýjum ullarsokkum og vettlingum til að klæða þau í. Ertu ekki stoltur af því, sem þú ert að gera? „Jú, jú, á meðan fólk getur notað þetta þá er ég ánægður,“ segir prjónamaðurinn í Hveragerði. Bjarki hefur komið sér upp góðum áhöldum og búnaði við prjónaskapinn sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Prjónaskapur Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira