Við hefjum leik á Úrvalsdeild RLÍS í Rocket League á Stöð 2 eSport klukkan 18:30 áður en Gametíví tekur við á sömu rás klukkan 20:00.
Tindastóll og KR eigast við í Subway-deild karla í körfubolta klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport og klukkan 19:20 mætast Nottingham Forest og Huddersfield í elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum, á Stöð 2 Sport 2.