„Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 11:01 Örn greindist fyrir tveimur árum en er í dag lyfjalaus. Það er kominn mars sem þýðir að mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum, er hafið. Karlar eru ekki eins duglegir að sinna þessum málum og konur. Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Örn Sævar Rósinkransson er 63 ára tveggja barna faðir og afi, en í gær fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra söguna hans í Íslandi í dag. Örn er fráskilin og bæði börnin hans búa erlendis og stóð hann því nokkuð einn þegar hann greindist með krabbamein fyrir tveimur árum en fyrst fór hann að finna fyrir verkjum í bak. „Ég held að þetta sé tognun því ég dansa ofboðslega mikið. Ég meðhöndla hana og losna því við bólguna þar í kring. Svo þegar ég fer að ýta á þetta og þetta var það aumt að ég gat varla komið við þetta, fór ég strax til læknis,“ segir Örn sem var í framhaldinu sendur í sneiðmyndatöku, blóðsýni tekið og innan fjögurra daga var komin greining. Um var að ræða mergæxli. „Ég hélt að þetta væri dauðadómur og fór að hugsa út í líf mitt. Ég er sáttur með krakkana og sáttur með það sem ég er búinn að gera í lífinu og alveg tilbúinn að fara.“ Þarna vissi hann ekki að lífslíkur væru mun betri en flesta grunar. Þegar Örn fór síðan til læknis fékk hann að vita að hægt væri að halda meininu niðri með lyfjagjöf en meinið væri samt sem áður ólæknandi. Þurfti að dreifa orkunni „Eftir að ég fór svona niður andlega fékk maður í raun bara góðar fréttir eftir það. Ég átti að fara í fjóra til sex mánuði í meðferð. Á þessum tíma var líðan mjög mismunandi, ég var veikur, ég varð hress og sterarnir ná manni upp úr öllu valdi. Síðan dettur maður niður. Þetta er orkuflæði sem maður þarf að hugsa mikið um til að hafa orku út alla vikuna. Ég fékk stera á mánudögum og það var frábær dagur, svo var þriðjudagurinn allt í lagi en svo á föstudeginum ertu kominn niður. Þú þarft að deila orkunni þinni,“ segir Örn sem reyndi alltaf að fara í ræktina þegar honum leið sem best í gegnum ferlið. Hann segir að karlmenn á hans aldri séu of lélegir í því að opna sig um svona mál. Hann fór alveg þveröfuga leið og vildi ræða málin við alla og sérstaklega við vini sína. „Staðan mín í dag er að ég er alveg lyfjalaus en ég þarf að vera í stöðugu tékki. Ég fer mánaðarlega í skoðun og svo stjórnar læknirinn minn hversu oft hann skoðar mig í framhaldinu.“ Örn segist eiga alveg einstakan vinahóp. „Þeir voru alltaf að bjóðast til að fara út í búð fyrir mig og hvað eina. En það mesta sem þeir gerðu fyrir mig var að vera í símanum. Mér leið illa og þeir gátu hlustað á mig röfla. Þetta var mesta hjálpin sem ég fékk,“ segir Örn en börnin hann voru bæði stödd erlendis og hann í meðferð í miðjum heimsfaraldri. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira