Hataði menninguna í bandaríska kvennalandsliðnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2022 09:01 Þrír leiðtogar bandaríska landsliðsins undanfarin á á blaðamannafundi en það eru þær Carli Lloyd, Megan Rapinoe, og Alex Morgan. EPA-EFE/JUSTIN LANE Einn besti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta til margra ára lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og hún ber menningunni í besta liði heims ekki góða sögu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Leikmaðurinn sem um ræðir er Carli Lloyd sem er önnur leikjahæsta og þriðja markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna frá upphafi. Lloyd var gestur í hlaðvarpsþætti Hope Solo og fór þar meðal annars yfir síðustu árin sín í landsliðinu. American Soccer Stars Trash The 'Culture' Of The USWNT With Blunt Comments https://t.co/ZRRZl3N8a1— Daily Caller (@DailyCaller) March 6, 2022 Bandaríska landsliðið varð heimsmeistari fyrir þremur árum en hefur einnig staðið í mikilli réttindabaráttu utan vallar undanfarin ár. Lloyd sagði hreint út að hún hefði hatað það að spila með landsliðinu síðustu árin og þá aðallega vegna slæms anda í búningsklefanum. „Innan okkar liðs þá hafði menningin breyst. Það var virkilega erfitt og krefjandi að spila þessi síðustu ár. Ef ég segi alveg eins og er þá hataði ég það,“ sagði Carli Lloyd. „Það var ekki gaman að koma til móts við hópinn og þetta snerist bara um ást mína á leiknum hjá mér. Ég vildi vinna og ég vildi hjálpa liðinu en menningin innan liðsins var eins slæm og ég hafði séð á mínum ferli,“ sagði Lloyd. Lloyd spilaði í bandaríska landsliðinu frá 2005 til 2021 og var í lykilhlutverki í tveimur Ólympíumeistaraliðum og tveimur heimsmeistaraliðum. Hún spilaði sinn síðasta leik í október síðastliðinn. Former USA captain Carli Lloyd didn't hold back in her recent interview! pic.twitter.com/VUkJUMuskP— 90min (@90min_Football) March 6, 2022 Hope Solo var sjálf í bandaríska landsliðinu í langan tíma og hún tók undir það sem Lloyd var að halda fram. Hún líka var á móti menningunni og pólitíkinni sem var í gangi hjá landsliðinu. „Í hvert skipti sem ég fór til móts við landsliðið þá hataði eiginmaðurinn minn að sjá mig svona leiða. Ég vildi ekki stíga inn í þessa menningu,“ sagði Hope meðal annars. „Ég held að fólk skilji ekki hversu erfitt tilfinningalega og andlega það er. Það er erfitt því ég vildi bara vera atvinnuíþróttamaður. Þú verður samt stundum að spila pólitíska leikinn og samfélagsleikinn líka,“ sagði Hope. Hvorug þeirra fóru þó nánar í þau atvik sem þær voru að vísa til. Here s some of what you can expect on the first episode of Hope Solo Speaks with my first guest, the one and only @CarliLloyd pic.twitter.com/k9EjKMHrxf— Hope Solo (@hopesolo) February 28, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira