Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal sem kostaði 2,5 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2022 12:30 Stefnan er tekin á það að vera alveg sjálfbær úti í Portúgal og eru þau strax byrjuð að sinna ræktun af miklum krafti. Axel, Kitta og dóttir þeirra Ylfa Lotta voru búin að fá nóg af kuldanum og asanum í stórborginni Berlín þegar þau ákváðu að kaupa sér jörð með húsarúst á portúgölsku fjalli árið 2017. Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Upphaflega planið var að búa þar hluta úr ári en þau sáu fljótlega að lítið myndi ganga í að byggja upp á jörðinni ef þau hygðust aðeins dvelja þar í fríum. Þannig að þegar Berlín var skellt í lás í Covid, í ágúst 2020, ákváðu þau að flytja alfarið á jörðina sína í suðurhluta Portúgal. Þau geta bæði unnið í fjarvinnu, Kitta (Kristrún Ýr Óskarsdóttir) sem hönnuður og listakona og Axel Árnason sem hljóðmaður. En þau vilja lifa skuldlausu lífi og því stóð ekki til að eyða fúlgum fjár í að gera upp húsakostinn á jörðinni. Sem er ekki íbúðarhæfur. Þau brugðu því á það ráð að byrja á því að endurbæta gömlu svínastíuna, byggðu þar smáhýsi og þar býr þessi þriggja manna fjölskylda í dag - á 18 fermetrum. Kitta er með vefjagigt og var það meðal annars ástæðan fyrir því að þau fluttu til Portúgals þar sem hitastigið er bærilegra fyrir hana. „Ég er stundum með verki í bakinu sem gerir það að verkum að ég næ ekki að draga nægilega djúpt andann en í sólinni og tempraðra veðri er þetta allt miklu auðveldara og ég finn oft verkina hverfa þegar það er ákveðið heitt,“ segir Kitta sem efast um að hún gæti átt samskonar tilveru hér á Íslandi þar sem stress magnar upp verkina. „Ég get ekki unnið hundrað prósent vinnu og mun aldrei geta það og það er bara eitthvað sem ég hef þurft að sætta mig við. Það er alveg sárt og mjög erfitt en þetta er bara þannig og maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Kitta og brotnar niður þegar þarna er komið við sögu í þættinum. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi á Stöð 2 en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Axel, Kitta og Ylfa búa í átján fermetra húsi í Portúgal
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira