Nei eða já: Sammála um að LeBron James sé ekki lengur einn þriggja bestu Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 14:01 Það er af sem áður var, þegar LeBron James var óumdeildur kóngur NBA-deildarinnar. Getty/Robert Gauthier NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins tóku fyrir nokkur mál í liðnum „Nei eða já“ í gærkvöld og ræddu meðal annars um það hvort að LeBron James væri enn einn af þremur bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaðan var nokkuð skýr eftir að menn höfðu rætt málin aðeins. Hörður Unnsteinsson benti þó á að ef skoðuð væri tölfræðin hjá James með LA Lakers í vetur, í þeim leikjum sem liðið hefur verið án Anthony Davis, væri James með 33 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali, og auk þess góða skotnýtingu. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já „Ég held að við værum galnir að segja að hann sé ekki topp 3 leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður en var fljótur að draga í land, eftir að nöfnum þeirra Kevins Durant, Giannis Antetokounpo, Joel Embiid og Nikola Jokic hafði verið velt upp: „Nei, hann er ekki lengur topp 3 leikmaður í þessari deild. Jokic, Embiid, Giannis og Durant eru allir fyrir ofan hann,“ sagði Hörður. Á meðal þriggja bestu ef horft væri á stakan leik Sigurður Orri Kristjánsson sagði málið kannski ekki svo einfalt: „Einn leikur, þá er hann topp 3. Yfir tímabil þá eru allir þessir fjórir betri og jafnvel Luka Doncic líka. Svarið er því nei, ekki lengur,“ sagði Sigurður en benti á að James gæti þó státað sig af því að hafa verið bestur í deildinni um langt árabil, eða frá 2008. Umræðuna má sjá hér að ofan en fullyrðingarnar sem menn voru ýmist sammála eða ósammála að þessu sinni voru: Bulls að missa af heimavallarrétti LeBron er ennþá topp 3 leikmaður í deildinni Bucks er líklegasta liðið úr austrinu Karl-Anthony Towns mun ná í All-NBA liðið í ár Lakers missa af úrslitakeppninni Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Niðurstaðan var nokkuð skýr eftir að menn höfðu rætt málin aðeins. Hörður Unnsteinsson benti þó á að ef skoðuð væri tölfræðin hjá James með LA Lakers í vetur, í þeim leikjum sem liðið hefur verið án Anthony Davis, væri James með 33 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali, og auk þess góða skotnýtingu. Klippa: Lögmál leiksins - Nei eða já „Ég held að við værum galnir að segja að hann sé ekki topp 3 leikmaður í þessari deild,“ sagði Hörður en var fljótur að draga í land, eftir að nöfnum þeirra Kevins Durant, Giannis Antetokounpo, Joel Embiid og Nikola Jokic hafði verið velt upp: „Nei, hann er ekki lengur topp 3 leikmaður í þessari deild. Jokic, Embiid, Giannis og Durant eru allir fyrir ofan hann,“ sagði Hörður. Á meðal þriggja bestu ef horft væri á stakan leik Sigurður Orri Kristjánsson sagði málið kannski ekki svo einfalt: „Einn leikur, þá er hann topp 3. Yfir tímabil þá eru allir þessir fjórir betri og jafnvel Luka Doncic líka. Svarið er því nei, ekki lengur,“ sagði Sigurður en benti á að James gæti þó státað sig af því að hafa verið bestur í deildinni um langt árabil, eða frá 2008. Umræðuna má sjá hér að ofan en fullyrðingarnar sem menn voru ýmist sammála eða ósammála að þessu sinni voru: Bulls að missa af heimavallarrétti LeBron er ennþá topp 3 leikmaður í deildinni Bucks er líklegasta liðið úr austrinu Karl-Anthony Towns mun ná í All-NBA liðið í ár Lakers missa af úrslitakeppninni Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira