Tólf milljarða hagnaður af rekstri OR á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 14:55 Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – sem nemi fjórum milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Tólf milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveiru Reykjavíkur á síðasta ári. Ársreikningur samstæðunnar var samþykktur af stjórn í dag og er lagt til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð – sem nemi fjórum milljörðum króna. Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni. Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni.
Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira