Sex milljóna króna hækkun á innan við viku Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2022 07:00 Stofa með parketi á gólfi og fallegum útglugga. Borðstofa með útgengi út á rúmgóðar svalir. Fjárfesting Ásett verð þriggja herbergja blokkaríbúðar í Kópavogi hækkaði um sex milljónir króna á fimm daga tímabili. Fasteignasali segir að aðstæður hafi breyst hjá seljenda sem vilji reyna fá hærra verð fyrir eignina. Um er að ræða 91 fermetra íbúð á jarðhæð að Sæbólsbraut 26 sem byggð var árið 1985. Eignin var auglýst til sölu 28. febrúar síðastliðinn fyrir 54,9 milljónir króna Skömmu síðar var auglýsingin tekin út og birtist hún aftur þann 5. mars. Þá var ásett verð komið upp í 60,9 milljónir króna en fasteignamat er 45,2 milljónir. „Mér datt í hug að einhver blaðamaður myndi hringja í mig út af þessu,“ segir Óskar Þór Hilmarsson, fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, léttur í bragði. „Þetta er sárasaklaust, það er enginn að kaupa og selja þetta á nokkrum dögum.“ Eldhúsið er búið hvítri innréttingu, parketi á gólfi og borðkróki.Fjárfesting Óskar segir mörg tilboð hafa borist í eignina í fyrra skiptið en ekkert þeirra hafi verið samþykkt. „Seljandinn þarf að fá ákveðið verð sem hún kannski náði ekki þarna fyrst svo þá breytast aðstæður og hún ákveður að prófa þetta.“ Opinber gögn sýna að íbúðin við Sæbólsbraut 26 var síðast seld á 36,6 milljónir króna í nóvember 2017. Seljist hún nú á ásettu verði nemur verðhækkunin 66,4 prósentum á innan við fjórum og hálfu ári. Ekki er byrjað að taka við tilboðum í seinni lotu en Óskar segir það enn algengt að fólk þurfi að bjóða hærra en ásett verð til að tryggja sér íbúðir. Mikill skortur sé á eignum líkt og ítarlega hafi verið fjallað um seinustu mánuði en mögulega séu merki um að markaðurinn sé eitthvað aðeins farinn að róast. Hér má sjá annað tveggja svefnherbergja.Fjárfesting Í sölulýsingu kemur fram að um sé að ræða fallega þriggja herbergja endaíbúð á jarðhæð. Íbúðin sjálf sé 78,8 fermetrar en sérgeymsla í kjallara 12,2 fermetrar að flatarmáli. Einnig segir að ráðist hafi verið í miklar framkvæmdir á fjölbýlishúsinu fyrir um tveimur árum þegar það var málað að utan, gler og gluggar endurnýjaðir á göflum, ásamt því að þak var lagfært og endurnýjað. Opið er á milli stofunnar og eldhússins.Fjárfesting Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, sturtu með glerþili og upphengdu salerni.Fjárfesting Hitt svefnherbergið virðist hafa verið nýtt sem gestaherbergi. Fjárfesting Íbúðin er við Sæbólsbraut 26 í Kópavogi.Fjárfesting Fasteignamarkaður Húsnæðismál Kópavogur Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23 Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Um er að ræða 91 fermetra íbúð á jarðhæð að Sæbólsbraut 26 sem byggð var árið 1985. Eignin var auglýst til sölu 28. febrúar síðastliðinn fyrir 54,9 milljónir króna Skömmu síðar var auglýsingin tekin út og birtist hún aftur þann 5. mars. Þá var ásett verð komið upp í 60,9 milljónir króna en fasteignamat er 45,2 milljónir. „Mér datt í hug að einhver blaðamaður myndi hringja í mig út af þessu,“ segir Óskar Þór Hilmarsson, fasteignasali hjá Fjárfestingu fasteignasölu, léttur í bragði. „Þetta er sárasaklaust, það er enginn að kaupa og selja þetta á nokkrum dögum.“ Eldhúsið er búið hvítri innréttingu, parketi á gólfi og borðkróki.Fjárfesting Óskar segir mörg tilboð hafa borist í eignina í fyrra skiptið en ekkert þeirra hafi verið samþykkt. „Seljandinn þarf að fá ákveðið verð sem hún kannski náði ekki þarna fyrst svo þá breytast aðstæður og hún ákveður að prófa þetta.“ Opinber gögn sýna að íbúðin við Sæbólsbraut 26 var síðast seld á 36,6 milljónir króna í nóvember 2017. Seljist hún nú á ásettu verði nemur verðhækkunin 66,4 prósentum á innan við fjórum og hálfu ári. Ekki er byrjað að taka við tilboðum í seinni lotu en Óskar segir það enn algengt að fólk þurfi að bjóða hærra en ásett verð til að tryggja sér íbúðir. Mikill skortur sé á eignum líkt og ítarlega hafi verið fjallað um seinustu mánuði en mögulega séu merki um að markaðurinn sé eitthvað aðeins farinn að róast. Hér má sjá annað tveggja svefnherbergja.Fjárfesting Í sölulýsingu kemur fram að um sé að ræða fallega þriggja herbergja endaíbúð á jarðhæð. Íbúðin sjálf sé 78,8 fermetrar en sérgeymsla í kjallara 12,2 fermetrar að flatarmáli. Einnig segir að ráðist hafi verið í miklar framkvæmdir á fjölbýlishúsinu fyrir um tveimur árum þegar það var málað að utan, gler og gluggar endurnýjaðir á göflum, ásamt því að þak var lagfært og endurnýjað. Opið er á milli stofunnar og eldhússins.Fjárfesting Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, sturtu með glerþili og upphengdu salerni.Fjárfesting Hitt svefnherbergið virðist hafa verið nýtt sem gestaherbergi. Fjárfesting Íbúðin er við Sæbólsbraut 26 í Kópavogi.Fjárfesting
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Kópavogur Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23 Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30
Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. 19. febrúar 2022 11:23
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00