„Í draumaheimi myndi það gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 11:00 Eyjakonurnar Birna Berg Haraldsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Vísir/Hulda Margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld. Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira