Banamaður Che Guevara er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 23:16 Che Guevara var tekinn af lífi af Mario Terán árið 1967. Getty/Hulton Archive Mario Terán, bólivíski hermaðurinn sem banaði uppreisnarleiðtoganum Ernesto „Che“ Guevara er látinn, 80 ára að aldri. Gary Prado, herforinginn sem leiddi herdeild Terán, sagði í samtali við Radio Companera í dag að Terán hafi einungis fylgt skipunum og skyldum sínum sem liðþjálfi í bólivíska hernum. Þá sagði hann að Terán hafi lengi glímt við veikindi og látist af þeirra völdum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Guevara var argentískur læknir og skipaði sér goðsagnarkenndan sess sem einn helstu leiðtoga kúbönsku byltingarinnar, sem náði völdum í Kúbu árið 1959 undir stjórn Fidels Castro með því að hrekja einræðisherrann Fulgencio Batista af valdastóli. Eftir að hafa verið einn hæst setti embættismaðurinn hjá kúbönskum yfirvöldum í nokkur ár einsetti hann sér að leiða frekari byltingar, bæði í Afríku og í Suður-Ameríku. Þær gengu þó ekki nærri eins vel og á Kúbu. Eftir margra mánaða leit náðu bólivískir hermenn í skottið á Guevara og hersveit hans árið 1967. Terán var valinn til að bana Guevara, sem var þegar særður. Hann var þá 39 ára gamall. Terán sagði síðar í samtali við blaðamenn að stundin hafi verið sú versta í lífi hans. Nærvera Guevara hafi gert hann kvíðinn. „Róaðu þig og miðaðu vel! Þú ert að fara að drepa mann!“ sagðist Terán, í samtali við blaðamenn síðar, hafa hugsað. „Svo tók ég skref aftur í átt að dyrunum, lokaði augunum og skaut.“ Bólivía Kúba Andlát Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Gary Prado, herforinginn sem leiddi herdeild Terán, sagði í samtali við Radio Companera í dag að Terán hafi einungis fylgt skipunum og skyldum sínum sem liðþjálfi í bólivíska hernum. Þá sagði hann að Terán hafi lengi glímt við veikindi og látist af þeirra völdum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Guevara var argentískur læknir og skipaði sér goðsagnarkenndan sess sem einn helstu leiðtoga kúbönsku byltingarinnar, sem náði völdum í Kúbu árið 1959 undir stjórn Fidels Castro með því að hrekja einræðisherrann Fulgencio Batista af valdastóli. Eftir að hafa verið einn hæst setti embættismaðurinn hjá kúbönskum yfirvöldum í nokkur ár einsetti hann sér að leiða frekari byltingar, bæði í Afríku og í Suður-Ameríku. Þær gengu þó ekki nærri eins vel og á Kúbu. Eftir margra mánaða leit náðu bólivískir hermenn í skottið á Guevara og hersveit hans árið 1967. Terán var valinn til að bana Guevara, sem var þegar særður. Hann var þá 39 ára gamall. Terán sagði síðar í samtali við blaðamenn að stundin hafi verið sú versta í lífi hans. Nærvera Guevara hafi gert hann kvíðinn. „Róaðu þig og miðaðu vel! Þú ert að fara að drepa mann!“ sagðist Terán, í samtali við blaðamenn síðar, hafa hugsað. „Svo tók ég skref aftur í átt að dyrunum, lokaði augunum og skaut.“
Bólivía Kúba Andlát Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira