Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 11:46 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Vísir/Vilhelm Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frá þessu segir í yfirlýsingu frá dómnefndinni sem sent var á menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lok síðasta mánaðar, en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í gær. Sumar nokkuð sérstakar Í yfirlýsingunni segir að dómnefnd hafi borist fjöldinn allur af handritum sem skemmtilegt hafi verið að lesa og rýna. „Þótt sögurnar hafi verið fjölbreyttar og sumar nokkuð sérstakar, var það engu að síður einróma álit dómnefndar að ekki væri æskilegt að veita verðlaunin í ár. Ástæðan er einfaldlega sú að ekkert handritanna náði að uppfylla þær kröfur sem dómnefnd telur að gera verði til verðlaunaverka. Nokkur fjöldi þeirra var vandaður en þó hefði mátt vinna þau betur og kemur þar mögulega til styttri skilafrestur en undanfarin ár. Við hvetjum umsækjendur til að nýta tímann fram að næsta skilafresti, efla handrit sín og taka þátt að ári liðnu,“ segir í yfirlýsingunni. Ætlað að styðja nýsköpun Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson formaður, auk Heiðu Rúnarsdóttur og Yrsu Sigurðardóttur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur hafi verið stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu og fyrst afhent árið 2019. Verðlaunin eru veitt fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Verðlaunaféð á síðasta ári hljóðaði upp á eina milljón króna. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, verðlaunahafar frá upphafi: 2022: Verðlaunin voru ekki veitt þar sem ekkert handrit þótti uppfylla þær kröfur sem gerð eru til verðlaunaverka.2021: Margrét Tryggvadóttir: Sterk2020: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Blokkin á heimsenda2019: Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf
Bókmenntir Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. 27. maí 2021 15:43