Börn og uppeldi Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. Innlent 15.7.2025 11:03 „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Innlent 15.7.2025 09:05 „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Reynir Bergmann athafnamaður segist hafa fundið innri frið á síðustu árum eftir að hafa í áraraðir glímt við fíkn og fallið aftur og aftur. Reynir er gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar kókaín hafa ítrekað tekið sig til helvítis og rústað lífi sínu. Hann sé þakklátur í dag að hafa fundið frelsi. Lífið 14.7.2025 13:02 Riddarar kærleikans í hringferð um landið Embla Bachman og Kári Einarsson, fyrrverandi skólafélagar Bryndísar Klöru, lögðu af stað í kærleikshringferð um landið í gær. Lífið 13.7.2025 23:28 Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Innlent 12.7.2025 23:03 Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Lífið 12.7.2025 22:30 Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Skoðun 12.7.2025 17:31 Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Ég hugsa að þegar sú umræða ber á góma um 40 % drengjanna sem geta ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu þá súmmi margir út. Ég gæti líka trúað því að það sé erfitt að gera sér það í hugarlund hvernig það er nema að hafa staðið í þeim sporum sjálfur og þekkja tilfinninguna að geta ekki verið samferða bekkjasystkinum sínum námslega og koma svo út í lífið með miklu verri forgjöf, það er dauðans alvara. Skoðun 12.7.2025 16:01 Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Mannauðsstjóri hjá Advania segir vísbendingar um breytingar á starfsmannaveltu eftir að þau innleiddu aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Fyrirtækið hlaut í vikunni tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif [e. Social Impact] fyrir þennan aukna stuðning. Viðskipti innlent 11.7.2025 09:03 „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Innlent 9.7.2025 20:19 Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Skoðun 9.7.2025 16:01 Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu Barbie-dúkkuna með sykursýki af týpu eitt. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins. Lífið 9.7.2025 13:39 Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu. Lífið 8.7.2025 08:55 „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Innlent 7.7.2025 21:05 Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Innlent 7.7.2025 20:20 Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá. Innlent 6.7.2025 21:02 Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Bannað er að leika sér með bolta á sparkvelli Hlíðaskóla eftir klukkan tíu, samkvæmt skilti sem búið er að koma fyrir á skólalóðinni. Útivistartími unglinga nær þó til miðnættis. Innlent 6.7.2025 14:15 Menntastefna 2030 Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Skoðun 5.7.2025 08:34 „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4.7.2025 20:54 „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. Lífið 4.7.2025 13:01 „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún kveðst hafa fengið ábendingar að undanförnu sem snúi meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. Innlent 2.7.2025 14:05 Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu „Við þurfum að taka okkur tíma til að horfast í augu við hvert annað, leggja símann til hliðar og eiga samverustundir með fullri þátttöku og innlifun. […] almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og næsta haust með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa.“ Skoðun 2.7.2025 08:02 Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Innlent 1.7.2025 19:01 Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. Innlent 1.7.2025 18:54 Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Innlent 30.6.2025 23:41 Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki. Innlent 30.6.2025 07:33 Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Innlent 29.6.2025 19:21 Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við Barnamálaráðherra hyggst bregðast við mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Hann segir tölurnar sláandi og mikið áhyggjuefni. Innlent 28.6.2025 20:17 Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Ríflega 80 prósent foreldra og forráðamanna grunnskólabarna segjast ánægð með gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Aðeins 7 prósent segjast nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart verkefninu. Innlent 27.6.2025 12:47 Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. Innlent 26.6.2025 23:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 98 ›
Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. Innlent 15.7.2025 11:03
„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Innlent 15.7.2025 09:05
„Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Reynir Bergmann athafnamaður segist hafa fundið innri frið á síðustu árum eftir að hafa í áraraðir glímt við fíkn og fallið aftur og aftur. Reynir er gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar kókaín hafa ítrekað tekið sig til helvítis og rústað lífi sínu. Hann sé þakklátur í dag að hafa fundið frelsi. Lífið 14.7.2025 13:02
Riddarar kærleikans í hringferð um landið Embla Bachman og Kári Einarsson, fyrrverandi skólafélagar Bryndísar Klöru, lögðu af stað í kærleikshringferð um landið í gær. Lífið 13.7.2025 23:28
Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Innlent 12.7.2025 23:03
Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Lífið 12.7.2025 22:30
Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Ég efast um að mörg kannist við að hafa verið spurð að þessu. Öll teljum við okkur samt skilja og treysta einkunnagjöfinni fyrir bílprófið: annað hvort nær nemandinn bílprófinu eða ekki. Engar prósentur. Bara hæfni náð eða ekki, grænt eða ekki. Skoðun 12.7.2025 17:31
Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Ég hugsa að þegar sú umræða ber á góma um 40 % drengjanna sem geta ekki lesið sér til gagns í skólakerfinu þá súmmi margir út. Ég gæti líka trúað því að það sé erfitt að gera sér það í hugarlund hvernig það er nema að hafa staðið í þeim sporum sjálfur og þekkja tilfinninguna að geta ekki verið samferða bekkjasystkinum sínum námslega og koma svo út í lífið með miklu verri forgjöf, það er dauðans alvara. Skoðun 12.7.2025 16:01
Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Mannauðsstjóri hjá Advania segir vísbendingar um breytingar á starfsmannaveltu eftir að þau innleiddu aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Fyrirtækið hlaut í vikunni tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif [e. Social Impact] fyrir þennan aukna stuðning. Viðskipti innlent 11.7.2025 09:03
„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Innlent 9.7.2025 20:19
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Skoðun 9.7.2025 16:01
Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Leikfangaframleiðandinn Mattel, sem á vörumerkið Barbie, hefur gefið út fyrstu Barbie-dúkkuna með sykursýki af týpu eitt. Útgáfan er ein af mörgum í vegferð framleiðandans til að láta Barbie-dúkkuna endurspegla sem flesta hópa samfélagsins. Lífið 9.7.2025 13:39
Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu. Lífið 8.7.2025 08:55
„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Innlent 7.7.2025 21:05
Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Innlent 7.7.2025 20:20
Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá. Innlent 6.7.2025 21:02
Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Bannað er að leika sér með bolta á sparkvelli Hlíðaskóla eftir klukkan tíu, samkvæmt skilti sem búið er að koma fyrir á skólalóðinni. Útivistartími unglinga nær þó til miðnættis. Innlent 6.7.2025 14:15
Menntastefna 2030 Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Skoðun 5.7.2025 08:34
„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4.7.2025 20:54
„Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. Lífið 4.7.2025 13:01
„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún kveðst hafa fengið ábendingar að undanförnu sem snúi meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. Innlent 2.7.2025 14:05
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu „Við þurfum að taka okkur tíma til að horfast í augu við hvert annað, leggja símann til hliðar og eiga samverustundir með fullri þátttöku og innlifun. […] almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og næsta haust með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa.“ Skoðun 2.7.2025 08:02
Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Innlent 1.7.2025 19:01
Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. Innlent 1.7.2025 18:54
Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Innlent 30.6.2025 23:41
Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki. Innlent 30.6.2025 07:33
Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Innlent 29.6.2025 19:21
Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við Barnamálaráðherra hyggst bregðast við mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndar. Hann segir tölurnar sláandi og mikið áhyggjuefni. Innlent 28.6.2025 20:17
Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Ríflega 80 prósent foreldra og forráðamanna grunnskólabarna segjast ánægð með gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Aðeins 7 prósent segjast nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart verkefninu. Innlent 27.6.2025 12:47
Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur. Innlent 26.6.2025 23:55