Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. mars 2022 14:35 Jóhann Karl I, fyrrverandi konungur Spánar og Soffía eiginkona hans. JUANJO MARTÍN/GETTY IMAGES Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57
Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31
Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent