Það verður ítalskur fótbolti í beinni útsendingu nær allan daginn en fyrst mætast Fiorentina og Bologna klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport 3. Í kjölfarið er komið að viðureign Hellas Verona og Napoli en því næst eða klukkan 16:50 er komið að Íslendingaliði Genoa.
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði Genoa þegar liðið heimsækir hið stórskemmtilega lið Atalanta.
Síðasti leikur dagsins á Ítalíu er viðureign Torino og Inter klukkan 19:45.
Þar fyrir utan verður meðal annars íslenskur fótbolti, íslenskur og bandarískur körfubolti og golf á dagskrá Stöðvar 2 Sport svo eitthvað sé nefnt.