Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. mars 2022 14:30 Frá slagsmálum stuðningsmanna Querétaro og Atlas. MANUEL VELASQUEZ/GETTY IMAGES Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur. Mexíkó Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur.
Mexíkó Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira