102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2022 21:04 Guðrún Valdimarsdóttir, 102 ára ljóðskáld á Sólvöllum á Eyrarbakka með bókina sína „Bláklukkur“, sem hún gaf út þegar hún var rúmlega níræð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul. Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé. Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Á Dvalarheimilinu Sólvöllum fer vel um fólk og þar líður því vel. Á heimilinu eru tvær konur, sem eru orðnar 100 ára, annars vegar Elín Sigurgeirsdóttir frá Hreiðuborg í Sandvíkurhreppnum hinum forna, sem er nýlega orðin 100 ára og hins vegar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er fædd á Brunahvammi og uppalin í Teigi austur á Vopnafirði, sem varð 102 ára í gær, 12. mars. Guðrún og heimilisfólkið fengu þessa fínu afmælisköku og síðan voru sagðar skemmtisögur og hlegið saman í matsalnum. Guðrún er einstök kona, hlý, hláturmild, bráðgreind og hnyttin. En hvernig líður henni með það að vera orðin 102 ára? „Bara eins og ég væri 12 ára gömul,“ segir hún og hlær og bætir við; „Þegar litið er yfir farin veg þá finnst mér það ekki vera neitt.“ Guðrún segist hafa átt mjög góða ævi enda hafi hún yfirleitt verið hraust. En hvað hefur hún helst gert yfir ævina? „Það er nú ýmislegt, það er varla hægt að telja það allt upp. Það er náttúrulega húsmóðurstörfin mest og barnauppeldi. Í skóla var ég náttúrulega, sem barn og svo fór ég í húsmæðraskóla og var í tvo vetur þar,“ segir Guðrún, stolt og ánægð með lífsstarfið. Tvær konur á Sólvöllum hafa nú náð 100 ára aldrei, eða þær Elín Sigurgeirsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir. Þessi glæsilega afmæliskaka var borin fram í tilefni 102 ára afmælis Guðrúnar í gær, 12. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún gaf út fyrir nokkrum árum ljóðabók, sem heitir Bláklukkur með ljóðum og lausavísum eftir sjálfan sig. Hann kann enn flest af því, sem í bókinni er og þylur vísurnar upp eins og ekkert sé.
Árborg Eldri borgarar Ljóðlist Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira