Katrín Tanja um nýja tíma: Ógnvekjandi að breyta þjálfuninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Katrín Tanja Daviðsdóttir með nýja þjálfara sínum Jami Tikkanen. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er að fara í gegnum stórar breytingar hjá sér og er ekki mikið að horfa á það að frammistaða hennar á The Open hefur ekki verið nálægt þeim bestu. Hún ætlar ekki að uppskera í mars heldur í haust þegar heimsleikarnir fara fram. Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira