Hafþór er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hann kom til liðsins frá ÍR 2020. Hann lék áður með Þór Akureyri.
Hinn 22 ára Hafþór er næstmarkahæsti leikmaður Stjörnunnar í Olís-deildinni með áttatíu mörk og var valinn besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins af Seinni bylgjunni.
Empor Rostock er í 8. sæti þýsku B-deildarinnar með 27 stig eftir 26 leiki. Liðið er ellefu stigum frá 2. sætinu sem gefur sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Empor Rostock er gamalgróið félag en það varð meðal annars tíu sinnum meistari í Austur-Þýskalandi, níu sinnum bikarmeistari og varð Evrópumeistari bikarhafa 1982.