„ Ég er bara rosalega stolt af henni og þeim öllum,“
segir Íris Tanja í samtali við Lífið á Vísi um keppnina sem lauk um helgina. Þar var Elín valin ásamt systkinum sínum sem Eurovision framlag Íslands með lagið Með hækkandi sól.
Sjálf er Íris Tanja að gera góða hluti í leiklistinni og var meðal annars í Ófærð og Kötlu. Í dag er hún í leikritinu Blóðuga kanínan. Hún á tvö börn úr fyrra sambandi. Aðspurð hvort að hún fari með út til Tórínó segir hún óljóst hvernig ferðaplönin komi til með að vera. Draumurinn væri að fara með en hún mun alltaf fylgjast vel með keppninni sama hvar hún verður í heiminum.