Hannes hættur eftir glæstan feril: „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir í mínum villtustu draumum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2022 10:30 Hannes Þór Halldórsson glaðbeittur eftir jafnteflið fræga við Argentínu á HM 2018, þar sem hann varði vítaspyrnu Lionels Messi. EPA-EFE/PETER POWELL Hannes Þór Halldórsson, sá markvörður sem leikið hefur flesta landsleiki fyrir Ísland, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022. Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Hannes lauk ferli sínum með Val en framtíð hans hefur verið í óvissu eftir að félagið fékk óvænt markvörðinn Guy Smit og gerði síðar starfslokasamning við Hannes. Hannes, sem verður 38 ára í næsta mánuði, var aðalmarkvörður Íslands í áratug og varði markið á stærstu stundum í sögu landsliðsins, til að mynda í lokakeppni EM 2016 og HM 2018, þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu Lionels Messi í fyrsta HM-leik Íslands. „Eftir 17 ár í meistaraflokki og 31 ár í fótbolta er kominn tími á að leggja hanskana á hilluna,“ skrifar Hannes á Facebook. „Ég hef kynnst ógrynni af góðu fólki á þessum árum, unnið með mörgum frábærum þjálfurum, eignast vini fyrir lífstíð og upplifað ótrúlegar stundir. 10 tímabil í efstu deild, 77 landsleikir, 2 stórmót, 3 Íslandsmeistaratitlar, 2 bikarmeistaratitlar og 6 ár í atvinnumennsku er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að upplifa í mínum villtustu draumum. Fjölskylda, liðsfélagar, þjálfarar, stuðningsfólk og allir sem hafa hjálpað mér à leiðinni, takk fyrir mig,“ skrifar Hannes. Hannes hóf stórmerkilegan feril sinn með Leikni í Breiðholti en lék einnig með Aftureldingu, Stjörnunni, Fram og KR hér á landi áður en hann festi sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands og hélt út í atvinnumennsku. Hannes lék í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Hannes lék sinn fyrsta landsleik í september árið 2011, þá orðinn 27 ára gamall, og hélt markinu hreinu í 1-0 sigri gegn Kýpur í undankeppni EM. Skömmu síðar tók Lars Lagerbäck við þjálfun íslenska liðsins og undir hans stjórn varð Hannes einn af lykilmönnunum á bakvið þá velgengni íslenska liðsins sem vakti heimsathygli. Hannes Þór Halldórsson vakti heimsathygli með frammistöðu sinni í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á HM 2018, í fyrsta HM-leik í sögu Íslands, og myndavélarnar voru á honum þegar hann fagnaði með stuðningsmönnum eftir leik.VÍSIR/VILHELM Hannes lék 77 landsleiki og sló met Birkis Kristinssonar yfir flesta landsleiki íslenskra markvarða. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. Hannes varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum, tvisvar með KR og einu sinni með Val, og bikarmeistari tvisvar með KR. Hann lék alls 205 leiki í efstu deild hér á landi og 39 leiki í neðri deildum, en lék sem atvinnumaður í sex ár áður en hann sneri heim til Íslands snemma árs 2019 og gerði samning við Val sem gilda átti út árið 2022.
Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tímamót Valur KR Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira