Konan sem storkaði dauðanum með bros á vör Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 11:05 Vinkonurnar virtust ekki hafa hina minnstu hugmynd um að þær eru í hættu staddar. Brimið er heillandi, mikilúðlegt og fallegt í senn. vísir/rax Ljósmyndarar Vísis sáu sér til skelfingar þegar brimið náði taki á konu nokkurri, bandarískum ferðamanni, en betur fór en á horfðist. Myndirnar sem þeir náðu af atvikinu eru einhvers staðar mitt á milli þess að geta talist stórfenglegar og skelfilegar. Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira