Konur sem elska feðraveldið Lúðvík Júlíusson skrifar 17. mars 2022 13:30 Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Alla daga les ég fréttir og greinar þar sem konur segjast vera feministar og aðhyllast jafnrétti. Þær vilja að karlar taki meiri þátt í hinum hefðbundu hlutverkum kvenna, t.d. barnauppeldi. Skoðum það aðeins nánar. Hlutverk feðra og mæðra Ríkjandi hugmyndir á Íslandi um foreldra eru litaðar af hugmyndum feðraveldisins. Foreldrar skulu vera einn karl sem er fyrirvinna og ein kona sem sér um umönnun barna. Enginn möguleiki er á því að báðir foreldrar sinni bæði tekjuöflun og umönnun. Þetta sést best ef foreldrar skilja eða búa ekki saman. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeirra tekur að sér „umönnunarhlutverkið“(hefur lögheimili barnanna) og hvort þeirra tekur að sér að vera „fyrirvinnan.“ Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir þessu því það foreldri sem tekur að sér „umönnunarhlutverkið“ fær alls konar stuðning frá hinu opinbera en hitt foreldrið fær að éta það sem úti frýs. Feðraveldið snýst ekki um að karlar séu alltaf í betri stöðu en konur heldur einnig um að fólk hegði sér með ákveðnum hætti með óbeinni hótun um refsingu. Feðraveldið berst gegn feðrum sem vilja taka að sér aukið umönnunarhlutverk. Er þetta í anda jafnréttis og feminisma? Ég held að flestir sjái að svo er ekki. Feður geta hvorki verið fátækir né eiga þeir að halda gleðileg jól Þessi trú að halda að aðeins annað foreldrið geti sinnt umönnun barna birtist víða. Nýlega gerði Reykjavíkurborg skýrslu um sárafátækt. Ekki var einu orði fjallað um stöðu feðra sem standa höllum fæti. Til dæmis ef báðir foreldrar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda að þá fær bara það foreldri sem sinnir „umönnunarhlutverkinu“ sérstakan styrk til að halda hátíðleg jól með börnunum, aðallega mæður. Hitt foreldrið, þrátt fyrir að það sé einnig að fá fjárhagsaðstoð og sé jafn mikið með börnunum, fær ekki sambærilegan styrk. Það eru aðallega feður. Ég hef rætt við fólk sem vill uppræta fátækt barna en á sama tíma er það algjörlega andsnúið því að styðja báða foreldra, bæði heimili barnsins. Í mínum huga verður að greiða bætur til foreldra óháð lögheimili ef það á að uppræta fátækt barna. Hvernig ætlar fólk annars að ná þessu markmiði? Hér er fólk fast í hugarfari feðraveldisins. Haldið þið að börn séu að spá í því hvort foreldið sé „alvöru“ foreldrið og hvort þeirra sé „geymslustaðurinn“? Þessar hugmyndir um foreldra og innræting um hlutverk kynjanna koma frá fullorðnu fólki, ekki börnum. Ert þú að verja feðraveldið? Konur, næst þegar þið gerið kröfu um aukna þátttöku karla athugið þá hvort þið sjálfar séuð hindrunin. Athugið hvað þið getið gert til að opna dyrnar fyrir körlum sem vilja axla ábyrgð en koma alls staðar að lokuðum dyrum. Eruð þið að bjóða feður/karla velkomna í hópinn? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun