Þetta segir í tilkynningu frá spítalanum sem birt var á Facebook fyrr í dag. Þar segir að bæði vegna fjölda sjúklinga með Covid-19 og veikinda starfsfólk bráðvanti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á smitsjúkdómadeildina dagana 18. til 20. mars.
„Það er því ákall frá deildinni að koma til starfa og hafa samband við vaktstjóra í síma 825 5039 þar sem veittar eru nánari upplýsingar,“ segir í tilkynningunni.