Starfsfólk getur til dæmis valið sitt páskaegg í staðinn fyrir að allir fái eins Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2022 07:00 Gunnur Líf Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Samkaupa segir það enga klisju að fyrirtæki geri ekkert án starfsfólks. Þess vegna sé það mikilvægt að leita hagkvæmra og góðra leiða til að umbuna starfsfólki, sérstaklega þegar vel gengur. Samkaup nýtir Samkaupa-appið til að gera það og í fyrra var meðalávinningur 173.000 krónur á hvern starfsmann eða um 220 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki eru hratt að breyta nálgun sinni gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum. „Við setjum upp sér tilboð fyrir starfsmenn eftir því sem þeir eru að óska eftir og þannig getum við gert það allra besta fyrir þá hverju sinni. Við getum leyft þeim sem dæmi að velja sitt páskaegg í gegnum appið í stað þess að kaupa eins páskaegg fyrir alla og gefa. Fólk getur líka nýtt inneignina í eitthvað annað en páskaegg ef starfsmaðurinn vill ekki meira súkkulaði um páskana,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa um nýtt app sem Samkaup hefur búið til og starfsfólk getur nýtt sér. Appið virkar þannig að starfsfólk getur nýtt sér sérstök fríðindi og afsláttarkjör í appinu. Meðalávinningurinn í fyrra voru 173.000 krónur á hvern starfsmann og því ljóst að starfsfólk er að nýta sér appið. „Ég tel þetta vera eitt af því sem mætir okkar fjölbreytta hópi af fólki,“ segir Gunnur. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um hvernig fyrirtæki eru hratt að breyta nálgun sinni við viðskiptavini og starfsmenn. Breytingarnar má rekja til tækniþróunar en ekkert síður því sem er að breytast í kjölfar Covid. Samkeppnin harðnar um gott starfsfólk Í kjölfar heimsfaraldurs sýna vísbendingar víða um heim að erfiðara verður að ráða fólk í störf eða halda því í störfum miðað við áður. Þá hefur Atvinnulífið fjallað um það að á Íslandi séu sams konar blikur á lofti, áherslur eru að breytast hratt og valdahlutfallið á milli vinnuveitenda og starfsfólks að breytast. Þetta þýðir að í dag eru fyrirtæki ekki aðeins að mæta nýjum áskorunum til að bregðast við breyttum þörfum viðskiptavina sinna, heldur einnig að fókusera betur á alla nálgun við starfsfólk. Samkaupa-appið er dæmi um hvernig fyrirtæki nýtir sér tæknina til að nálgast starfsfólk og umbuna. Gunnur, sem nýlega fékk viðurkenninguna stjórnandi ársins í flokki millistjórnenda, segir að eitt stærsta verkefna stjórnenda á þessu ári felist einmitt í því að halda í gott fólk og ráða nýtt fólk. Þar sé samkeppnin meiri nú en nokkru sinni fyrr. Hún segir tæknina geta hjálpað mikið við að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að gera vel við fólk, umbuna því og auka á starfsánægju þess. „Og þegar eitthvað verður auðveldara í framkvæmd með tilkomu nýrrar tækni, þá notum við það meira,“ segir Gunnur um appið. Margvíslegur ávinningur Um 1400 starfsmenn starfa hjá Samkaupum á 60 stöðum um land allt. Og þar sem starfsfólk er duglegt að nýta sér fríðindin í appinu, námu greiðslur til starfsfólks í fyrra um 220 milljónir króna í formi auka afsláttar við matarinnkaup, með inneignum og með tækifærisgjöfum. Fyrir mannauðstjóra segir Gunnur allar leiðir til að umbuna starfsfólki alltaf vera mikið kappsmál. En Gunnur bendir líka á að ávinningurinn felst ekki aðeins í aukinni starfsánægju starfsfólks, heldur mælist líka í svo mörgu öðru. Til dæmis eflir það liðsheildina í sölu. „Það auðvelt að sannfæra aðra stjórnendur í fyrirtækinu um að nota tækifærið þegar verið er að vekja athygli á sérstökum tilboðum í appinu að gefa starfsfólki smá viðbótartilboð. Því appið er líka einfalt í notkun. En það að gera þetta, eykur líka líkurnar á því að starfsfólk segi viðskiptavinum frá tilboðinu, vegna þess að fólk er búið að njóta góðs af því sjálft.“ Þá segir hún leiðir sem þessar vera umhverfisvænar. Ekki þurfi að prenta og senda eða keyra út gjafakort til allra. Á fjölmennum vinnustöðum, er tímasparnaðurinn einnig augljós. „Fólk getur ímyndað sér hversu mikill tími færi í þetta annars hjá fyrirtæki eins og Samkaupum með um 1.400 starfsmenn og starfsemi á rúmlega 60 stöðum, um allt land.“ Enn einn kosturinn sé hversu appið er auðvelt í notkun. Ekki þurfi langan tíma til að setja inn tilboð eða inneign í appið. „Það eru meira að segja dæmi um að önnur fyrirtæki hafi nýtt Samkaups appið til að gefa starfsfólki jólagjöf í formi matarkaupainneignar í appinu,“ segir Gunnur og bendir þar á hvernig fyrirtæki eru almennt öll að leita leiða til að minnka umstang, spara tíma og gera hlutina á umhverfisvænni máta en áður. Gunnur fékk nýlega viðurkenningu sem stjórnandi ársins í flokki millistjórnenda, segir mikilvægt að vera alltaf að byggja upp liðsheild sem hefur það markmið að efla hag fólks, ánægju, gleði og hamingju. Að gera það, skilar sér til baka í enn frekari árangri hjá fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið með í ráðum En Gunnur segir appið ekki aðeins tækifæri fyrir stjórnendur að nota. Starfsfólk sé haft með í ráðum með alls kyns tilboð og fríðindi sem þar er í boði. Þannig sé appið líka leið fyrir stjórnendur að hlusta á og fylgja því eftir sem starfsfólk er að biðja um. „Við setjum upp sér tilboð fyrir starfsmenn eftir því sem þeir eru að óska eftir og þannig getum við gert það allra besta fyrir þá hverju sinni,“ segir Gunnur og bætir við: „Appið virkar á þann hátt að þú safnar inneign við hvert skipti sem þú verslar við okkur og getur svo nýtt inneignina í næstu kaupum.“ Gunnur segir þetta lykilatriði enda þurfi markmið mannauðsmála alltaf að byggja á þeirri framtíðarsýn að fyrirtækið sé að byggja upp starfsmenn, gefa þeim tækifæri til að blómstra og taka þátt í vegferð fyrirtækisins. Ekki síst þegar svona vel gengur. „Við þurfum alltaf að vera að leggja áherslu á að nýta styrkleika fólks þannig að hæfileikar, kraftar og færni starfsfólks fyrirtækisins njóti sín sem best. Það er ekki einhver klisja að við gerum ekkert án starfsfólks og því mikilvægt að við séum stöðugt meðvituð um það.“ Gunnur segist ekkert feimin við að hvetja aðra vinnustaði til að feta sömu leið, á endanum uppskeri samfélagið í heild sinni af því að öllum gangi sem best. Mælikvarðarnir þurfa að vera skýrir og við þurfum öll á því að halda að vita hver tilgangurinn er hverju sinni. Við þurfum því alltaf að vera að byggja upp liðsheild með það markmið að efla hag fólks og ánægju, gleði og hamingju. Allt þetta skilar sér í betri starfsánægju og líðan starfsfólks auk þess sem fyrirtækið uppsker árangur. Það er einlæg von Samkaupa að sú stefna sem sett hefur verið í mannauðsmálum, verði eftirtektarverð úti í samfélaginu og jafnvel hvatning fyrir önnur fyrirtæki til að feta sömu leið.“ Tækni Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Breyttir tímar: Allt að gerast á Messenger, LinkedIn og Twitter Fyrirtæki hafa breytt nálgun sinni við viðskiptavini í kjölfar Covid og ný rannsókn McKinsey sýnir að samskiptaform sölumanna og viðskiptavina eru að breytast hratt. 23. mars 2022 08:16 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við setjum upp sér tilboð fyrir starfsmenn eftir því sem þeir eru að óska eftir og þannig getum við gert það allra besta fyrir þá hverju sinni. Við getum leyft þeim sem dæmi að velja sitt páskaegg í gegnum appið í stað þess að kaupa eins páskaegg fyrir alla og gefa. Fólk getur líka nýtt inneignina í eitthvað annað en páskaegg ef starfsmaðurinn vill ekki meira súkkulaði um páskana,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa um nýtt app sem Samkaup hefur búið til og starfsfólk getur nýtt sér. Appið virkar þannig að starfsfólk getur nýtt sér sérstök fríðindi og afsláttarkjör í appinu. Meðalávinningurinn í fyrra voru 173.000 krónur á hvern starfsmann og því ljóst að starfsfólk er að nýta sér appið. „Ég tel þetta vera eitt af því sem mætir okkar fjölbreytta hópi af fólki,“ segir Gunnur. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um hvernig fyrirtæki eru hratt að breyta nálgun sinni við viðskiptavini og starfsmenn. Breytingarnar má rekja til tækniþróunar en ekkert síður því sem er að breytast í kjölfar Covid. Samkeppnin harðnar um gott starfsfólk Í kjölfar heimsfaraldurs sýna vísbendingar víða um heim að erfiðara verður að ráða fólk í störf eða halda því í störfum miðað við áður. Þá hefur Atvinnulífið fjallað um það að á Íslandi séu sams konar blikur á lofti, áherslur eru að breytast hratt og valdahlutfallið á milli vinnuveitenda og starfsfólks að breytast. Þetta þýðir að í dag eru fyrirtæki ekki aðeins að mæta nýjum áskorunum til að bregðast við breyttum þörfum viðskiptavina sinna, heldur einnig að fókusera betur á alla nálgun við starfsfólk. Samkaupa-appið er dæmi um hvernig fyrirtæki nýtir sér tæknina til að nálgast starfsfólk og umbuna. Gunnur, sem nýlega fékk viðurkenninguna stjórnandi ársins í flokki millistjórnenda, segir að eitt stærsta verkefna stjórnenda á þessu ári felist einmitt í því að halda í gott fólk og ráða nýtt fólk. Þar sé samkeppnin meiri nú en nokkru sinni fyrr. Hún segir tæknina geta hjálpað mikið við að finna nýjar og hagkvæmar leiðir til að gera vel við fólk, umbuna því og auka á starfsánægju þess. „Og þegar eitthvað verður auðveldara í framkvæmd með tilkomu nýrrar tækni, þá notum við það meira,“ segir Gunnur um appið. Margvíslegur ávinningur Um 1400 starfsmenn starfa hjá Samkaupum á 60 stöðum um land allt. Og þar sem starfsfólk er duglegt að nýta sér fríðindin í appinu, námu greiðslur til starfsfólks í fyrra um 220 milljónir króna í formi auka afsláttar við matarinnkaup, með inneignum og með tækifærisgjöfum. Fyrir mannauðstjóra segir Gunnur allar leiðir til að umbuna starfsfólki alltaf vera mikið kappsmál. En Gunnur bendir líka á að ávinningurinn felst ekki aðeins í aukinni starfsánægju starfsfólks, heldur mælist líka í svo mörgu öðru. Til dæmis eflir það liðsheildina í sölu. „Það auðvelt að sannfæra aðra stjórnendur í fyrirtækinu um að nota tækifærið þegar verið er að vekja athygli á sérstökum tilboðum í appinu að gefa starfsfólki smá viðbótartilboð. Því appið er líka einfalt í notkun. En það að gera þetta, eykur líka líkurnar á því að starfsfólk segi viðskiptavinum frá tilboðinu, vegna þess að fólk er búið að njóta góðs af því sjálft.“ Þá segir hún leiðir sem þessar vera umhverfisvænar. Ekki þurfi að prenta og senda eða keyra út gjafakort til allra. Á fjölmennum vinnustöðum, er tímasparnaðurinn einnig augljós. „Fólk getur ímyndað sér hversu mikill tími færi í þetta annars hjá fyrirtæki eins og Samkaupum með um 1.400 starfsmenn og starfsemi á rúmlega 60 stöðum, um allt land.“ Enn einn kosturinn sé hversu appið er auðvelt í notkun. Ekki þurfi langan tíma til að setja inn tilboð eða inneign í appið. „Það eru meira að segja dæmi um að önnur fyrirtæki hafi nýtt Samkaups appið til að gefa starfsfólki jólagjöf í formi matarkaupainneignar í appinu,“ segir Gunnur og bendir þar á hvernig fyrirtæki eru almennt öll að leita leiða til að minnka umstang, spara tíma og gera hlutina á umhverfisvænni máta en áður. Gunnur fékk nýlega viðurkenningu sem stjórnandi ársins í flokki millistjórnenda, segir mikilvægt að vera alltaf að byggja upp liðsheild sem hefur það markmið að efla hag fólks, ánægju, gleði og hamingju. Að gera það, skilar sér til baka í enn frekari árangri hjá fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm Starfsfólkið með í ráðum En Gunnur segir appið ekki aðeins tækifæri fyrir stjórnendur að nota. Starfsfólk sé haft með í ráðum með alls kyns tilboð og fríðindi sem þar er í boði. Þannig sé appið líka leið fyrir stjórnendur að hlusta á og fylgja því eftir sem starfsfólk er að biðja um. „Við setjum upp sér tilboð fyrir starfsmenn eftir því sem þeir eru að óska eftir og þannig getum við gert það allra besta fyrir þá hverju sinni,“ segir Gunnur og bætir við: „Appið virkar á þann hátt að þú safnar inneign við hvert skipti sem þú verslar við okkur og getur svo nýtt inneignina í næstu kaupum.“ Gunnur segir þetta lykilatriði enda þurfi markmið mannauðsmála alltaf að byggja á þeirri framtíðarsýn að fyrirtækið sé að byggja upp starfsmenn, gefa þeim tækifæri til að blómstra og taka þátt í vegferð fyrirtækisins. Ekki síst þegar svona vel gengur. „Við þurfum alltaf að vera að leggja áherslu á að nýta styrkleika fólks þannig að hæfileikar, kraftar og færni starfsfólks fyrirtækisins njóti sín sem best. Það er ekki einhver klisja að við gerum ekkert án starfsfólks og því mikilvægt að við séum stöðugt meðvituð um það.“ Gunnur segist ekkert feimin við að hvetja aðra vinnustaði til að feta sömu leið, á endanum uppskeri samfélagið í heild sinni af því að öllum gangi sem best. Mælikvarðarnir þurfa að vera skýrir og við þurfum öll á því að halda að vita hver tilgangurinn er hverju sinni. Við þurfum því alltaf að vera að byggja upp liðsheild með það markmið að efla hag fólks og ánægju, gleði og hamingju. Allt þetta skilar sér í betri starfsánægju og líðan starfsfólks auk þess sem fyrirtækið uppsker árangur. Það er einlæg von Samkaupa að sú stefna sem sett hefur verið í mannauðsmálum, verði eftirtektarverð úti í samfélaginu og jafnvel hvatning fyrir önnur fyrirtæki til að feta sömu leið.“
Tækni Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Breyttir tímar: Allt að gerast á Messenger, LinkedIn og Twitter Fyrirtæki hafa breytt nálgun sinni við viðskiptavini í kjölfar Covid og ný rannsókn McKinsey sýnir að samskiptaform sölumanna og viðskiptavina eru að breytast hratt. 23. mars 2022 08:16 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Breyttir tímar: Allt að gerast á Messenger, LinkedIn og Twitter Fyrirtæki hafa breytt nálgun sinni við viðskiptavini í kjölfar Covid og ný rannsókn McKinsey sýnir að samskiptaform sölumanna og viðskiptavina eru að breytast hratt. 23. mars 2022 08:16
„Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00