Verulega hlýtt loft á leiðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 07:41 Búast má við leysingu. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Varað er við töluverðu hvassviðri og snögghlýnun síðar í dag sem getur valdið miklum leysingum. Veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 14 í dag og nær til klukkan þrjú í nótt á Norðurlandi eystra en til klukkan níu á morgun á Austurlandi að Glettingi. „Sunnan 15-23 og hvassir vindstrengir við fjöll. Snögg hlýnar og mikil leysing. Sýnið aðgát,“ segir á viðvörunarsíðu Veðurstofunnar um viðvörunina. Veðurviðvaranir í gildi.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nánara ljósi varpað á hvað veldur því að hlýna mun snögglega í dag. „Langt suður í hafi hreyfist lægð að landinu, en hlýskil frá lægðinni teygir sig norður yfir landið og þokast til vesturs. Skilunum fylgir víða slydda eða snjókoma framan af morgni, en síðar rigning. Í kjölfarið kemur verulega hlýtt loft yfir landið og snýst jafnframt í hvassa sunnanátt eða storm, sem veldur talsverðri eða mikilli leysingu.“ Þar kemur einnig fram að í kvöld og nótt muni dæmið snúast við, skilin hopa til austurs og verða að kuldaskilum. „Kólnar þá á landinu og úrkoman breytist aftur í slyddu eða snjókomu. Á morgun verða skilin komin austur af landinu og vindátt að vestan með éljum, en úrkomuminna eystra. Annað kvöld lægir síðan, léttir til og frystir víða. Eins og alltaf þegar hlýskil fara yfir landið að vetri þarf að vera á verðbergi gagnvart lúmskri hálku, sem myndast þá jafnan á vegum og gangstéttum.“ Veðurhorfur á landinu Norðaustan 3-10 m/s og sjókoma eða slydda S- og A-til í fyrstu, síðar rigning, fer þá að snjóa NV-til. Snýst í sunnan 15-23 m/s á A-verðu landinu eftir hádegi, en norðan og norðaustan 5-13 V-til. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast NA-lands. Rigning S-lands, snjókoma eða slydda um landið NV-vert, en annars úrkomulítið. Vestlægari og slydda eða snjókoma SV-lands seint í kvöld og kólnar aftur. Vestan 10-18 m/s og él á morgun, hvassast við NA-ströndina, en úrkomuítið eystra. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Lægir og léttir til um kvöldið og frystir. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning austast í fyrstu með hita 3 til 8 stig, en síðan vestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum og hita 0 til 5 stig. Lægir, styttir upp og kólnar um land allt um kvöldið. Á mánudag: Suðaustlæg átt, 8-13 m/s með rigningu víða um land, en norðaustlægari og él NV-til. Hlýnar í veðri. Á þriðjudag: Sunnankaldi og rigning, en norðaustanhvassviðri og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum. Úrkomulítið NA-lands. Hiti 0 til 8 stig, svalast NV-til. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti nærri frostmark. Á fimmtudag: Útlit fyrir skammvinna norðanátt með snjókomu eða éljum N-til, en úrkomulítið syðra. Fremur svalt í veðri. Á föstudag: Líklega suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en þurrt á N- og A-landi. Heldur hlýnandi veður. Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 14 í dag og nær til klukkan þrjú í nótt á Norðurlandi eystra en til klukkan níu á morgun á Austurlandi að Glettingi. „Sunnan 15-23 og hvassir vindstrengir við fjöll. Snögg hlýnar og mikil leysing. Sýnið aðgát,“ segir á viðvörunarsíðu Veðurstofunnar um viðvörunina. Veðurviðvaranir í gildi.Veðurstofan Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nánara ljósi varpað á hvað veldur því að hlýna mun snögglega í dag. „Langt suður í hafi hreyfist lægð að landinu, en hlýskil frá lægðinni teygir sig norður yfir landið og þokast til vesturs. Skilunum fylgir víða slydda eða snjókoma framan af morgni, en síðar rigning. Í kjölfarið kemur verulega hlýtt loft yfir landið og snýst jafnframt í hvassa sunnanátt eða storm, sem veldur talsverðri eða mikilli leysingu.“ Þar kemur einnig fram að í kvöld og nótt muni dæmið snúast við, skilin hopa til austurs og verða að kuldaskilum. „Kólnar þá á landinu og úrkoman breytist aftur í slyddu eða snjókomu. Á morgun verða skilin komin austur af landinu og vindátt að vestan með éljum, en úrkomuminna eystra. Annað kvöld lægir síðan, léttir til og frystir víða. Eins og alltaf þegar hlýskil fara yfir landið að vetri þarf að vera á verðbergi gagnvart lúmskri hálku, sem myndast þá jafnan á vegum og gangstéttum.“ Veðurhorfur á landinu Norðaustan 3-10 m/s og sjókoma eða slydda S- og A-til í fyrstu, síðar rigning, fer þá að snjóa NV-til. Snýst í sunnan 15-23 m/s á A-verðu landinu eftir hádegi, en norðan og norðaustan 5-13 V-til. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast NA-lands. Rigning S-lands, snjókoma eða slydda um landið NV-vert, en annars úrkomulítið. Vestlægari og slydda eða snjókoma SV-lands seint í kvöld og kólnar aftur. Vestan 10-18 m/s og él á morgun, hvassast við NA-ströndina, en úrkomuítið eystra. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Lægir og léttir til um kvöldið og frystir. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning austast í fyrstu með hita 3 til 8 stig, en síðan vestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum og hita 0 til 5 stig. Lægir, styttir upp og kólnar um land allt um kvöldið. Á mánudag: Suðaustlæg átt, 8-13 m/s með rigningu víða um land, en norðaustlægari og él NV-til. Hlýnar í veðri. Á þriðjudag: Sunnankaldi og rigning, en norðaustanhvassviðri og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum. Úrkomulítið NA-lands. Hiti 0 til 8 stig, svalast NV-til. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða slydda með köflum. Hiti nærri frostmark. Á fimmtudag: Útlit fyrir skammvinna norðanátt með snjókomu eða éljum N-til, en úrkomulítið syðra. Fremur svalt í veðri. Á föstudag: Líklega suðaustanátt með slyddu eða rigningu, en þurrt á N- og A-landi. Heldur hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira