Andri Snær: Allt liðið sýndi góða frammistöðu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. mars 2022 16:38 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann mikilvægan sigur á Haukum í KA heimilinu í dag, lokatölur 34-26 fyrir heimakonur og var Andri Snær Stefánsson þjálfari heimakvenna sáttur að leikslokum. „Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
„Ég er gríðarlega stolur af stelpunum, við vorum að koma úr tveimur tapleikjum í röð sem sviðu aðeins og við vorum mjög ákveðnar að mæta vel til leiks í dag og við gerðum það,“ sagði Andri að leik loknum. „Við mætum tilbúnar í slaginn, við spiluðum bara okkar bolta. Mér fannst vera mikil orka í liðinu. Vörnin var mjög þétt og við fengum góða markvörslu frá Mateu sem að gaf okkur sjálfstraust. Það vantaði aðeins upp á hlaupin upp völlinn í fyrri hálfleik þegar við fengum hraðaupphlaup þannig ég var ánægður í seinni hálfleik að við náðum að láta allt tikka, uppstilltur sóknarleikur var mjög góður allan leikinn. Þannig við vorum bara með mjög flottan leik hér í dag.“ Andri Snær gat rúllað vel á hópnum í leiknum í dag og virtust allir sem komu inn á skila góðri frammistöðu. „Allt liðið sýndi mjög góða frammistöðu í dag, ég gat rúllað vel á hópnum þannig það er hægt að segja að þetta hafi verið týpískur liðssigur. Vinnuframlagið var mjög gott hjá öllum sem komu inn á af bekknum og allir tilbúnir í slaginn. Við erum búinn að vera mikið saman síðustu daga og vikur, vorum til dæmis þrjá daga saman í eyjum. Það er mjög góður andi í hópnum og mér fannst það skína í gegn í dag.“ Unnur Ómarsdóttir sem er lykilmaður í liðið KA/Þór spilaði aðeins korter af leiknum í dag. „Unnur er bara búinn að vera að spila mikið í vetur, mikið álag á henni og hún fékk smá högg í síðasta leik. Síðan stóð María sig bara mjög vel þegar hún kom inn og það er bara þannig hjá okkur. Við erum bara með hörkulið. Kristín stóð sig til dæmis mjög vel en þurfti að fara meidd út af. Við erum bara mjög vel mannaðar í vinstra horninu.“ Kristín Aðalheiður Jónsdóttir meiddist illa á 20. mínútu fyrri hálfleiksins þegar Berta Rut Harðardóttir steig í veg fyrir hana þegar hún var að fara inn úr horninu. Berta fékk í kjölfarið rauða spjaldið fyrir og voru ekki allir á eitt sáttir með þann dóm. „Það verður bara að koma í ljós með Kristínu, þetta leitt ekki vel út því miður. Ökklin fór illa þarna, þetta var náttúrulega bara hræðilegt slys en ég sé hana allavega brosa núna eftir sigurinn en svo þarf bara að koma í ljós hvernig þetta lítur út.“ „Svona eru bara reglurnar í dag, það er talað um afleiðingar brotsins og svona. Þannig ég treysti dómurunum bara eins og venjulega.“ KA/Þór á Fram á útivelli í næsta leik. „Þær hafa verið algjörlega með okkur í síðustu leikjum og við ætlum klárlega að skoða það vel og sjá hvað við getum gert betur. Við ætlum að selja okkur dýrt á móti Fram, það er alveg klárt mál.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira