Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag.
Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen.
Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins.
LAP 57/57
— Formula 1 (@F1) March 20, 2022
More drama! Perez spins at Turn 1
Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0
Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti.
Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri.
Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU
— Formula 1 (@F1) March 20, 2022
„Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum.