Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2022 22:22 Olga Gísladóttir er verkstjóri og gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði. Einar Árnason Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008. Það var svo loksins tólf árum síðar, haustið 2020, sem þrír ráðherrar gátu mætt á svæðið til að klippa á borðann. En það var ekki bara ferðaþjónustan sem fagnaði. Hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði, sem núna heitir Samherji fiskeldi, sáu menn Dettifossveg stytta flutninga á eldislaxi á markað. Þrír ráðherrar opnuðu Dettifossveg og þar með Demantshringinn með formlegum hætti þann 6. september 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra klipptu saman á borðann.MYND/MARKAÐSTOFA NORÐURLANDS „Það fer héðan einn gámur á viku. Hann fer austur, á Reyðarfjörð eða Seyðisfjörð,“ segir Olga Gísladóttir, gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði, og segir að með því að fara um Dettifossveg sparist klukkustund í akstri hvora leið, tveir tímar fram og til baka, miðað við að aka um Húsavík. En sá sparnaður næst bara ef Dettifossvegur er opinn og Vegagerðin mokar hann ekki frá 5. janúar og fram til 20. mars. Þá gildir svokölluð G-regla í snjómokstri, sem þýðir að ekki er mokað nema að beiðni viðkomandi sveitarfélags, og þá að hámarki einu sinni í viku, og gegn því að sveitarfélagið greiði helming kostnaðar á móti ríkinu. Milljarða framkvæmdir við þrjár fiskeldisstöðvar standa yfir í Öxarfirði um þessar mundir. Samherji er að stækka landeldisstöð sína um helming og Rifós, dótturfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, reisir seiðaeldisstöð við Kópasker og aðra í Lóni í Kelduhverfi. Vegalengdin um Dettifossveg milli Öxarfjarðar og Egilsstaða er 88 kílómetrum styttri miðað við að aka um Húsavík.Grafík/Ragnar Visage Eiginmaður Olgu rekur fyrirtækið Ístrukk, sem annast vöruflutninga vegna framkvæmdanna, og hefur meðal annars flutt steypueiningar frá Egilsstöðum til Kópaskers. Yfir háveturinn þarf hann að aka um Húsavík eða Vopnafjörð, meðan Dettifossvegur er ófær. „Sem er náttúrlega bara illa nýtt fjárfesting, að hafa hann lokaðan. Hann var ekki mokaður. Þetta hefði sparað honum nokkra klukkutíma og vandræði við að komast á milli að hafa hann opinn. En hann var ekki opinn,“ segir Olga Gísladóttir. Fjallað er um samfélagið á Kópaskeri í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má nálgast í heild sinni á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Norðurþing Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02 Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að gerð nýs Dettifossvegar hófst árið 2008. Það var svo loksins tólf árum síðar, haustið 2020, sem þrír ráðherrar gátu mætt á svæðið til að klippa á borðann. En það var ekki bara ferðaþjónustan sem fagnaði. Hjá Silfurstjörnunni í Öxarfirði, sem núna heitir Samherji fiskeldi, sáu menn Dettifossveg stytta flutninga á eldislaxi á markað. Þrír ráðherrar opnuðu Dettifossveg og þar með Demantshringinn með formlegum hætti þann 6. september 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra klipptu saman á borðann.MYND/MARKAÐSTOFA NORÐURLANDS „Það fer héðan einn gámur á viku. Hann fer austur, á Reyðarfjörð eða Seyðisfjörð,“ segir Olga Gísladóttir, gæðastjóri Samherja fiskeldis í Öxarfirði, og segir að með því að fara um Dettifossveg sparist klukkustund í akstri hvora leið, tveir tímar fram og til baka, miðað við að aka um Húsavík. En sá sparnaður næst bara ef Dettifossvegur er opinn og Vegagerðin mokar hann ekki frá 5. janúar og fram til 20. mars. Þá gildir svokölluð G-regla í snjómokstri, sem þýðir að ekki er mokað nema að beiðni viðkomandi sveitarfélags, og þá að hámarki einu sinni í viku, og gegn því að sveitarfélagið greiði helming kostnaðar á móti ríkinu. Milljarða framkvæmdir við þrjár fiskeldisstöðvar standa yfir í Öxarfirði um þessar mundir. Samherji er að stækka landeldisstöð sína um helming og Rifós, dótturfyrirtæki Fiskeldis Austfjarða, reisir seiðaeldisstöð við Kópasker og aðra í Lóni í Kelduhverfi. Vegalengdin um Dettifossveg milli Öxarfjarðar og Egilsstaða er 88 kílómetrum styttri miðað við að aka um Húsavík.Grafík/Ragnar Visage Eiginmaður Olgu rekur fyrirtækið Ístrukk, sem annast vöruflutninga vegna framkvæmdanna, og hefur meðal annars flutt steypueiningar frá Egilsstöðum til Kópaskers. Yfir háveturinn þarf hann að aka um Húsavík eða Vopnafjörð, meðan Dettifossvegur er ófær. „Sem er náttúrlega bara illa nýtt fjárfesting, að hafa hann lokaðan. Hann var ekki mokaður. Þetta hefði sparað honum nokkra klukkutíma og vandræði við að komast á milli að hafa hann opinn. En hann var ekki opinn,“ segir Olga Gísladóttir. Fjallað er um samfélagið á Kópaskeri í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þáttinn má nálgast í heild sinni á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Norðurþing Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02 Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57
Demantshringurinn formlega opnaður Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. 7. september 2020 09:02
Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. 27. júlí 2020 23:13