Gripinn með tvö þúsund oxy-töflur en finnst ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2022 14:18 Karlmaðurinn sat í gæsluvarðhaldi í fimm daga í kjölfar þess að hann var handtekinn í nóvember. Vísir/Vilhelm Karlmaður frá Póllandi hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund OxyContin-töflum til landsins. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða. Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í þremur pokum í vasa á vesti karlmannsins við komu hans til landsins í nóvember síðastliðnum. Karlmaðurinn var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Halldór Aðalsteinsdóttir, lögmaður sem gætti hagsmuna mannsins, segir að ákæran á hendur honum hafi verið birt í Lögbirtingablaðinu. Hún viti ekki hvar manninn sé að fyrra. Aðspurð hvort fyrir liggi að hann hafi farið úr landi segir hún lögreglu betur til þess fallna að svara því. Þúsundir Íslendinga nota OxyContin, sem í daglegu máli er nefnt oxy, og eru lyfjatengd andlát algengust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Fjallað var um ópíóðafaraldur á Íslandi í Kompás á dögunum. Nýjasti Talnabrunnur Landlæknis er tileinkaður notkun ópíóíða. Það vekur sérstaka athygli landlæknisembættisins að þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin eða blöndu af því undanfarin ár. Á árinu 2021 leystu yfir 4.200 manns út verkjalyfin, en einungis um 1.800, eða ríflega 40 prósent, gerðu það bara einu sinni. Meirihluti leysti oxy út tvisvar sinnum eða oftar. Embætti landlæknis viðrar þá spurningu í Talnabrunni hvort oxyinu sé í einhverjum tilvikum ávísað áður en fólk finnur fyrir verkjum, eins og til dæmis eftir aðgerð. Lyfin séu svo jafnvel leyst út án þess að vera nokkurn tíma tekin. „Þegar fleiri eru komnir með sterk verkjalyf heim með sér eykst hættan á því að afgangslyf komist í hendur á þriðja aðila,“ segir í Talnabrunni Landspítalans. Fram kemur í Talnabrunninum að eftir nokkurra ára samdrátt í notkun ópíóíða má sjá lítilsháttar fjölgun einstaklinga sem leystu út lyfjaávísun á ópíóíða árið 2021, þegar ríflega 61 þúsund einstaklingar leystu út að minnsta kosti eina ávísun á ópíóíða, samanborið við ríflega 57 þúsund árið áður. Konur eru í meirihluta notenda. Um 20 prósent kvenna á Íslandi leystu út ávísun á ópíóíða 2021 samanborið við um 14 prósent karla. Auk þess að vera mjög ávanabindandi, geta of stórir skammtar ópíóíða verið lífshættulegir vegna bælandi áhrifa sem þeir hafa á þann hluta heilans sem stýrir öndun. Of stórir skammtar geta því valdið öndunarstoppi og dauða.
Tollgæslan Fíkniefnabrot Lyf Smygl Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira