Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 09:48 Með kaupunum fer hlutur ríkisins í Íslandsbanka úr 65 prósentum í 42,5 prósent af útistandandi hlutum í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07
Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37
Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00
Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29