FH-ingar sögðu frá því að Ásbjörn hafi nú skorað 1.414 mörk í efstu deild og hafi með því komið sér upp í efsta sætið á markalista sögunnar.
Ásbjörn þurfti þrjú mörk á móti Valsmönnum til að slá metið að sögn FH og kláraði það verkefni strax í fyrri hálfleiknum.
Ásbjörn Friðriksson markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar. Verð að viðurkenna að maður sá þetta ekki fyrir þegar hann mætti á sína fyrstu æfingu hjá okkur í FH árið 2008. Magnað kvikindi!
— Theodor Palmason (@TeddiPonza) March 23, 2022
Hér fyrir neðan má sjá þegar Ásbjörn bætir metið með því að klobba landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson. Björgvin var ekki allt of sáttur en Ásbjörn og FH-ingar fögnuðu vel.
Það var ekki leiðinlegt fyrir Ásbjörn að slá metið í stórsigri á nýkrýndum bikarmeisturum Vals sem höfðu farið svo illa með FH-inga í undanúrslitaleik bikarsins á dögunum.