Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 11:05 Flóknustu tökurnar í kvikmyndinni munu meðal annars fara fram á Frakkastíg. Vísir/Vilhelm Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar. Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp