„Svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu“ Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 11:53 Fjármálaráðherra segir að hátt söluverð hafi ekki verið eina markmiðið með sölu Íslandsbanka. Hann segir þingmann Pírata stunda hundalógík, þegar hann segir bankann hafa verið seldan á undirverði. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira