„Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 18:25 Þingfundur á Alþingi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. Lenya Rún lagði fram fyrirspurn um byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra fyrir áramótin þar sem hún óskaði eftir upplýsingum tengdar byrlunum. Töluvert af sögum um byrlanir hafa komið fram að undanförnu og umræðan að miklu leyti snúist um viðbrögð þegar grunur leikur á að byrlað hafi verið fyrir einstaklingi. Fyrirspurn Lenyu sneri að tölfræði varðandi byrlanir, hvaða heilbrigðisþjónustu fólk fær sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir byrlun og hvernig aðgengi almennra borgara væri að lyfjum sem hægt væri að nota til byrlana. „Ég lagði fram fyrirspurn þegar ég fór fyrst inn á þing í desember, til dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Fyrirspurnin til dómsmálaráðherra snerist aðallega um tölulegar upplýsingar, sérstaklega frá lögreglu, og það komst í ljóst að þær voru ekki til,“ sagði Lenya Rún í Reykjavík síðdegis í dag. „Nú var ég að fá svar frá heilbrigðisráðherra sem ég spurði einnig um tölulegar upplýsingar hjá heilbrigðisþjónustunni, aðallega hjá Landspítala og um meðferð þegar grunur er um byrlun. Það kom í ljós að spítalinn og heilbrigðiskerfið eru almennt ekki með neinar tölulegar upplýsingar.“ Lenya Rún segir að miðað við þær frásagnir sem hún hafi heyrt frá aðilum sem byrlað hefur verið fyrir þá sé ósamræmi á milli þeirra og svara sem hún fékk frá heilbrigðisráðherra. „Meðferðin sem fólk fær, þegar grunur leikur á um byrlun, er rosalega góð samkvæmt svörunum. En miðað við reynslusögur þeirra kvenna sem ég hef heyrt og lesið þá eru þær oft sendar heim án frekari rannsókna. Þær láta einhvern sjá um þær eða ef þær hringja þá er þeim sagt að sofa þetta úr sér. Þetta hef ég heyrt frá fólki nánu mér. Þetta er auðvitað ekki boðlegt.“ „Í svörunum er notað orðlagið þegar grunur leikur um byrlun en ég veit ekki hvað skilgreinir það. Ef einhver kemur inn á spítala og segist halda að sér hafi verið byrlað, ætti sú manneskja ekki sjálfkrafa að fara í rannsóknir og afeitrunarmeðferð?“ spyr Lenya Rún. „Hefur verið faraldur síðan fyrir aldamót“ Lenya segir að svör heilbrigðisráðherra hafi ekki verið nógu góð og frekar loðin. Hún segir að samkvæmt svörunum sé meðferðin að veita stuðning, hefja meðferð við lyfjaeitrun og tryggja eðlilega líkamsstarfsemi. Hún segist þó ekki vita hvað staðfestir þennan grun fyrir heilbrigðisstarfsfólki. „Ef grunur er um byrlun þá er þetta meðhöndlað eins og aðrar meðvitundarskerðingar, með mælingu og vöktun lífsmarka, saga viðkomandi fengin og stundum blóðrannsókn eða þvagprufu. Þetta er miðað við svörin sem ég fæ en þetta eru ekki sögurnar sem ég hef heyrt, bara engan veginn,“ bætir Lenya Rún við. Hún segir að ekki sé til nein tölfræði sem endurspeglar raunveruleikann. „Mér finnst rosalega skrýtið að hvorki spítalinn né lögreglan séu með einhverjar upplýsingar. Ég sat í hópi fólks rétt áður en ég kom hingað, við vorum þrjár stelpur í þessum hópi og restin var strákar. Ég spurði út í loftið hvort þeim hafi verið byrlað. Við vorum þrjár og okkur hafði öllum verið byrlað. Þetta er sturluð tölfræði og ég skil ekki af hverju er ekki haldið utan um þetta. Við sáum það í sumar þegar reynslusögurnar fóru á flug. Þetta hefur verið faraldur síðan fyrir aldamót.“ Lenya Rún segir að herferð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, þar sem fólk er hvatt til að hafa augun opin fyrir því að fólk sé öruggt á djamminu, sé góð en ganga þurfi lengra.Vísir/Vilhelm Lenya Rún hefur sjálf lent í því að vera byrlað og segist ekkert muna eftir því kvöldi. „Ég var ekki að drekka nógu mikið, ekki nógu mikið vatn og var heldur ekki að fá mér of marga drykki. Ég man ekkert eftir kvöldinu og vakna svo heima hjá mér með einhvers konar fráhvörf. Þetta var rosalega skrýtið, ég gat ekki hætt að æla og mér var rosalega óglatt. Ég gat ekki hætt að skjálfa.“ „Ég man ekki hvernig ég kom heim. Ég man að ég var búinn með einn bjór og svo bara datt ég út. Þó ég segi sjálf frá þá drekk ég frekar hóflega,“ bætir Lenya Rún við og þvertekur fyrir að eitthvað annað hafi átt sér stað en byrlun. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hrundu af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þegar herferðin var kynnt. Lenya Rún segir herferðina vera mjög góða en að verið sé að færa ábyrgðina yfir á fólk í kringum þá sem hefur verið byrlað. „Það mætti taka þetta skrefinu lengra og færa ábyrgðina yfir á gerendur. Fyrsta skrefið væri að gera byrlun að refsiverðu broti í almennum hegningarlögum. Það er ekki í dag. Ég kem inn á þetta í þingsályktunartillögu sem ég lagði fyrir Alþingi og þetta er fyrsta skrefið.“ Hún segir svörin sem hún fékk frá ráðherrunum sýna að nú þurfi að byrja að skrá málin niður og byrja að taka þessum tilkynningum alvarlega. „Lögreglan þarf að byrja að skrá þetta niður sem og heilbrigðisstarfsfólk og veita þessu fólki viðeigandi meðferð þegar það mætir upp á spítala.“ Lenya Rún segir rétt sem kemur fram í svörum ráðherra að málið sé flókið á fjölmörgum sviðum. Hún segir hins vegar að búið sé að vera að vekja fólk til vitundar í nokkur ár. „Fyrsta MeToo bylgjan var fyrir nokkrum árum. Mér finnst skrýtið að það sé ekki verið að taka þetta föstum tökum fyrr en núna og það með vitundarherferð frekar en að lögfesta. Þetta er mjög flott herferð og ég fagna því að við séum að gera eitthvað til að vekja fólk til vitundar en það þarf að taka þetta lengra.“ Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Lenya Rún lagði fram fyrirspurn um byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra fyrir áramótin þar sem hún óskaði eftir upplýsingum tengdar byrlunum. Töluvert af sögum um byrlanir hafa komið fram að undanförnu og umræðan að miklu leyti snúist um viðbrögð þegar grunur leikur á að byrlað hafi verið fyrir einstaklingi. Fyrirspurn Lenyu sneri að tölfræði varðandi byrlanir, hvaða heilbrigðisþjónustu fólk fær sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir byrlun og hvernig aðgengi almennra borgara væri að lyfjum sem hægt væri að nota til byrlana. „Ég lagði fram fyrirspurn þegar ég fór fyrst inn á þing í desember, til dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Fyrirspurnin til dómsmálaráðherra snerist aðallega um tölulegar upplýsingar, sérstaklega frá lögreglu, og það komst í ljóst að þær voru ekki til,“ sagði Lenya Rún í Reykjavík síðdegis í dag. „Nú var ég að fá svar frá heilbrigðisráðherra sem ég spurði einnig um tölulegar upplýsingar hjá heilbrigðisþjónustunni, aðallega hjá Landspítala og um meðferð þegar grunur er um byrlun. Það kom í ljós að spítalinn og heilbrigðiskerfið eru almennt ekki með neinar tölulegar upplýsingar.“ Lenya Rún segir að miðað við þær frásagnir sem hún hafi heyrt frá aðilum sem byrlað hefur verið fyrir þá sé ósamræmi á milli þeirra og svara sem hún fékk frá heilbrigðisráðherra. „Meðferðin sem fólk fær, þegar grunur leikur á um byrlun, er rosalega góð samkvæmt svörunum. En miðað við reynslusögur þeirra kvenna sem ég hef heyrt og lesið þá eru þær oft sendar heim án frekari rannsókna. Þær láta einhvern sjá um þær eða ef þær hringja þá er þeim sagt að sofa þetta úr sér. Þetta hef ég heyrt frá fólki nánu mér. Þetta er auðvitað ekki boðlegt.“ „Í svörunum er notað orðlagið þegar grunur leikur um byrlun en ég veit ekki hvað skilgreinir það. Ef einhver kemur inn á spítala og segist halda að sér hafi verið byrlað, ætti sú manneskja ekki sjálfkrafa að fara í rannsóknir og afeitrunarmeðferð?“ spyr Lenya Rún. „Hefur verið faraldur síðan fyrir aldamót“ Lenya segir að svör heilbrigðisráðherra hafi ekki verið nógu góð og frekar loðin. Hún segir að samkvæmt svörunum sé meðferðin að veita stuðning, hefja meðferð við lyfjaeitrun og tryggja eðlilega líkamsstarfsemi. Hún segist þó ekki vita hvað staðfestir þennan grun fyrir heilbrigðisstarfsfólki. „Ef grunur er um byrlun þá er þetta meðhöndlað eins og aðrar meðvitundarskerðingar, með mælingu og vöktun lífsmarka, saga viðkomandi fengin og stundum blóðrannsókn eða þvagprufu. Þetta er miðað við svörin sem ég fæ en þetta eru ekki sögurnar sem ég hef heyrt, bara engan veginn,“ bætir Lenya Rún við. Hún segir að ekki sé til nein tölfræði sem endurspeglar raunveruleikann. „Mér finnst rosalega skrýtið að hvorki spítalinn né lögreglan séu með einhverjar upplýsingar. Ég sat í hópi fólks rétt áður en ég kom hingað, við vorum þrjár stelpur í þessum hópi og restin var strákar. Ég spurði út í loftið hvort þeim hafi verið byrlað. Við vorum þrjár og okkur hafði öllum verið byrlað. Þetta er sturluð tölfræði og ég skil ekki af hverju er ekki haldið utan um þetta. Við sáum það í sumar þegar reynslusögurnar fóru á flug. Þetta hefur verið faraldur síðan fyrir aldamót.“ Lenya Rún segir að herferð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, þar sem fólk er hvatt til að hafa augun opin fyrir því að fólk sé öruggt á djamminu, sé góð en ganga þurfi lengra.Vísir/Vilhelm Lenya Rún hefur sjálf lent í því að vera byrlað og segist ekkert muna eftir því kvöldi. „Ég var ekki að drekka nógu mikið, ekki nógu mikið vatn og var heldur ekki að fá mér of marga drykki. Ég man ekkert eftir kvöldinu og vakna svo heima hjá mér með einhvers konar fráhvörf. Þetta var rosalega skrýtið, ég gat ekki hætt að æla og mér var rosalega óglatt. Ég gat ekki hætt að skjálfa.“ „Ég man ekki hvernig ég kom heim. Ég man að ég var búinn með einn bjór og svo bara datt ég út. Þó ég segi sjálf frá þá drekk ég frekar hóflega,“ bætir Lenya Rún við og þvertekur fyrir að eitthvað annað hafi átt sér stað en byrlun. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hrundu af stað vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þegar herferðin var kynnt. Lenya Rún segir herferðina vera mjög góða en að verið sé að færa ábyrgðina yfir á fólk í kringum þá sem hefur verið byrlað. „Það mætti taka þetta skrefinu lengra og færa ábyrgðina yfir á gerendur. Fyrsta skrefið væri að gera byrlun að refsiverðu broti í almennum hegningarlögum. Það er ekki í dag. Ég kem inn á þetta í þingsályktunartillögu sem ég lagði fyrir Alþingi og þetta er fyrsta skrefið.“ Hún segir svörin sem hún fékk frá ráðherrunum sýna að nú þurfi að byrja að skrá málin niður og byrja að taka þessum tilkynningum alvarlega. „Lögreglan þarf að byrja að skrá þetta niður sem og heilbrigðisstarfsfólk og veita þessu fólki viðeigandi meðferð þegar það mætir upp á spítala.“ Lenya Rún segir rétt sem kemur fram í svörum ráðherra að málið sé flókið á fjölmörgum sviðum. Hún segir hins vegar að búið sé að vera að vekja fólk til vitundar í nokkur ár. „Fyrsta MeToo bylgjan var fyrir nokkrum árum. Mér finnst skrýtið að það sé ekki verið að taka þetta föstum tökum fyrr en núna og það með vitundarherferð frekar en að lögfesta. Þetta er mjög flott herferð og ég fagna því að við séum að gera eitthvað til að vekja fólk til vitundar en það þarf að taka þetta lengra.“
Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Heilbrigðismál Næturlíf Píratar Tengdar fréttir Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40