Umfjöllun og viðtöl: KA - Afturelding 25-25 | Jafnt í KA heimilinu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 27. mars 2022 15:20 Ólafur Gústafsson átti frábæran leik í dag fyrir KA. vísir/elín KA og Afturelding skildu jöfn 25-25 í KA heimilinu á Akureyri í dag eftir dramatískar lokasekúndur þar sem KA fór illa að ráði sínu í lokasóknina. Leikurinn var liður í 19. umferð Olís deildar karla, fyrir leikinn voru liðin í 6. og 8. sæti deildarinnar og munaði aðeins einu stigi á liðunum. Leikurinn því mikilvægur fyrir bæði lið. Liðin skiptu með sér fyrstu fjóru mörkum leiksins en eftir það sigu gestirnir fram úr með frábærri vörn og öguðum sóknarleik þar sem Blær Hinriksson fór fyrir sínum mönnum. Staðan eftir 10 mínútna leik 3-6 fyrir gestina og en átti eftir að súrna í dalnum fyrir heimamenn en um miðbik hálfleiksins voru gestirnir komnir með fjögurra marka forystu 5-9. Heimamenn náðu svo hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn og þar munaði mest um afmælisbarn dagsins Ólaf Gústafsson sem skoraði oft á tíðum frábær mörk þegar liðið var komið í ógöngur og þá átti Jón Heiðar Sigurðsson góða innkomu. Eftir að Afturelding hafði leitt allan fyrri hálfleikinn komst KA yfir þegar um 8 sekúndur voru eftir á fyrri hálfleiknum og stefndi í að heimamenn færu með forystu inn í hálfleikinn en gestirnir voru ekki á sama máli. Þeir keyrðu hraða sókn þar sem Birkir Benediktsson skoraði dýrmæt flautumark, liðin gengu því jöfn til búningsklefa 13-13. Öfugt við yfirhönd gestanna í fyrri hálfleik þá voru það heimamenn sem voru með frumkvæðið í seinni hálfleik, þeir skoruðu fyrsta mark hálfleiksins og leiddu stærsta hluta seinni hálfleiksins með einu til tveimur mörkum, aldrei munaði þó meira en tveimur mörkum á liðunum. Spennan undir lokinn var óbærileg í KA heimilinu. KA virtist hafa leikinn í höndum sér þegar um fjórar mínútur voru eftir en þá var staðan 25-23 fyrir heimamönnum og þeir í sókn, þeir hins vegar náðu ekki að skora úr þeirri sókn sem var í raun saga síðustu mínútuna leiksins. Blær Hinriksson sem var stórkostlegur í liði Aftureldingar skoraði síðustu tvö mörk leiksins og þegar 20 sekúndur voru eftir var staðan 25-25 og KA með boltann. Jónatan Magnússon þjálfari KA tók þá leikhlé til að stilla upp í síðustu sóknina, lætin voru slík í KA heimilinu á þeim tímapunkti að Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar færði leikhlé sinna manna inn á miðjan völlinn til að tala við þá. KA fór hins vegar mjög illa með lokasóknina, Ólafur Gústafsson tapaði boltanum þegar nokkrar sekúndur voru eftir og keyrði Úlfar Páll upp völlinn en tíminn of naumur fyrir hann og flautan gall áður en hann náði skoti. Jafntefli niðurstaðan sem verður að teljast svekkjandi fyrir heimamenn. Afturelding hefur þá gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum og tapað einum, síðasti sigurleikur kom fyrir sléttum mánuði. Afhverju var jafntefli? Heimamenn fóru illa að ráði sínu á lokakaflanum og skoruðu ekki mark á síðustu fjórum mínútunum en höfðu leikinn í höndum sér þegar skammt var eftir. Þetta spilast að miklu leiti á klaufaskap í sóknarleik heimamanna, að ná ekki að nýta sér þá stöðu sem þeir voru í þegar lítið var eftir. Sömuleiðis hrós á gestina sem gáfust ekki upp þótt útlitið væri ekki gott. Hverjar stóðu upp úr? Í liði KA átti Ólafur Gústafsson frábæran leik bæði í markaskorun, að skapa færi fyrir félaga sína og svo í varnarleiknum, hann endaði með 8 mörk. Jón Heiðar Sigurðsson átti góða innkomu í fyrri hálfleik þegar KA menn voru upp við vegg sóknarlega og Allan Norðbekk náði að losa um sig undir lok leiks og kom með mikilvæg mörk en báðir enduðu með fjögur mörk. Í liði gestanna þá var Blær Hinriksson stórkostlegur með 11 mörk þar sem hann oft á tíðum sprengdi upp vörn KA manna. Birkir Benediktsson átti góðan seinni hálfleik og endaði með sex mörk þarf af nokkrar þrumur utan af velli. Þá var Gunnar gjörsamlega frábær í vörn Aftureldingar og var með mikið magn af stoppum, hefði hins vegar mátt gera betur sóknarlega. Hvað gekk illa? Afturelding fékk nokkur dauðafæri sem þeir fóru afar illa með, hvort sem skotið var framhjá eða að Nicholas Satchwell í markinu sá við þeim. Það gekk mjög illa hjá KA að ná að skapa færi hægra meginn á vellinum þar sem Allan Norðbekk og Óðinn Þór Ríkharðsson fara oft hamförum en Afturelding gerði mjög vel í að loka á þá. Hvað gerist næst? Afturelding fær Valsara í heimsókn föstudaginn 1. apríl og fer sá leikur fram kl 19:30. Á sama tíma mætir KA á Ásvelli og spilar gegn Haukum. Gunnar Magnússon: Mér fannst samt frammistaðan okkar verðskulda tvö stig Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var sáttur við spilamennsku liðsins í dag.VÍSIR/DANÍEL „Þetta er enn eitt jafnteflið hjá okkur en þau eru orðinn ansi mörg, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar eftir þriðja jafntefli liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið gerði 25-25 jafntefli á móti KA á Akureyri í dag. „Mér fannst frammistaðan hjá okkur frábær í dag. Sóknarleikurinn var mjög flottur, mér fannst við skapa alveg svakalega mikið af færum, við héldum skipulagi og vorum agaðir. Ég meina við fengum færi eftir færi, ef við hefðum notfært öll þessi færi sem ég vill helst ekki vita hvað það voru mörg sem við nýtum ekki þá hefðum við fengið bæði stigin.“ Gunnar var þrátt fyrir jafnteflið virkilega sáttur við frammistöðu sinna manna. „Vörnin var frábær. Við náðum að stoppa Allan Norðberg, Gunnar var stórkostlegur þó hann hafi ekki verið heitur í hornina að þá var hann frábær varnarlega. Við lögðum rosalega mikið upp úr því að stoppa Allan því að hann hefur verið magnaður hjá KA. KA liðið er hins vegar ótrúlega skipulagt og gott lið, núna var Óli Gúst okkur erfiður. Hann steig upp meira heldur en oft áður, við réðum ekki mjög vel við hann en enga að síður að koma hingað norður og mæta feiki sterku KA liði og ná í stig er gott. Mér fannst samt frammistaðan okkar verðskulda tvö stig.“ Afturelding er með langan meiðslalista og liðið spilar á fáum mönnum þessa dagana. „Við erum ekki með breiðan bekk, við erum með mikið af ungum strákum sem spila aðallega í Grill deildinni. Við auðvitað þreytumst en mér fannst við samt komast vel í gegnum þetta í dag og gera það vel en auðvitað tekur þetta á þegar það eru fáir leikmenn heilir.“ Afturelding hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum leik á síðasta mánuði og berjast nú um sæti í úrslitakeppninni. „Ef við breytum eitthvað af þessum jafnteflum í sigur þá værum við í toppbaráttu. Það er bara mjög stutt á milli í þessu. Mér finnst við hafa spilað vel á köflum og kannski verið klaufar að vera ekki með fleiri stig en við erum með en auðvitað er þetta þannig að það er bara næsti leikur og það er nóg af stigum eftir í pottinum. Við eigum vonandi eftir að fá einn til tvo leikmenn inn í viðbót og þá verðum við þéttari.“ „Ég vona að Sveinn Andri komi og svo er ég að vona að einhver af þessum þremur örvhentum detti inn í úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla KA Afturelding
KA og Afturelding skildu jöfn 25-25 í KA heimilinu á Akureyri í dag eftir dramatískar lokasekúndur þar sem KA fór illa að ráði sínu í lokasóknina. Leikurinn var liður í 19. umferð Olís deildar karla, fyrir leikinn voru liðin í 6. og 8. sæti deildarinnar og munaði aðeins einu stigi á liðunum. Leikurinn því mikilvægur fyrir bæði lið. Liðin skiptu með sér fyrstu fjóru mörkum leiksins en eftir það sigu gestirnir fram úr með frábærri vörn og öguðum sóknarleik þar sem Blær Hinriksson fór fyrir sínum mönnum. Staðan eftir 10 mínútna leik 3-6 fyrir gestina og en átti eftir að súrna í dalnum fyrir heimamenn en um miðbik hálfleiksins voru gestirnir komnir með fjögurra marka forystu 5-9. Heimamenn náðu svo hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn og þar munaði mest um afmælisbarn dagsins Ólaf Gústafsson sem skoraði oft á tíðum frábær mörk þegar liðið var komið í ógöngur og þá átti Jón Heiðar Sigurðsson góða innkomu. Eftir að Afturelding hafði leitt allan fyrri hálfleikinn komst KA yfir þegar um 8 sekúndur voru eftir á fyrri hálfleiknum og stefndi í að heimamenn færu með forystu inn í hálfleikinn en gestirnir voru ekki á sama máli. Þeir keyrðu hraða sókn þar sem Birkir Benediktsson skoraði dýrmæt flautumark, liðin gengu því jöfn til búningsklefa 13-13. Öfugt við yfirhönd gestanna í fyrri hálfleik þá voru það heimamenn sem voru með frumkvæðið í seinni hálfleik, þeir skoruðu fyrsta mark hálfleiksins og leiddu stærsta hluta seinni hálfleiksins með einu til tveimur mörkum, aldrei munaði þó meira en tveimur mörkum á liðunum. Spennan undir lokinn var óbærileg í KA heimilinu. KA virtist hafa leikinn í höndum sér þegar um fjórar mínútur voru eftir en þá var staðan 25-23 fyrir heimamönnum og þeir í sókn, þeir hins vegar náðu ekki að skora úr þeirri sókn sem var í raun saga síðustu mínútuna leiksins. Blær Hinriksson sem var stórkostlegur í liði Aftureldingar skoraði síðustu tvö mörk leiksins og þegar 20 sekúndur voru eftir var staðan 25-25 og KA með boltann. Jónatan Magnússon þjálfari KA tók þá leikhlé til að stilla upp í síðustu sóknina, lætin voru slík í KA heimilinu á þeim tímapunkti að Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar færði leikhlé sinna manna inn á miðjan völlinn til að tala við þá. KA fór hins vegar mjög illa með lokasóknina, Ólafur Gústafsson tapaði boltanum þegar nokkrar sekúndur voru eftir og keyrði Úlfar Páll upp völlinn en tíminn of naumur fyrir hann og flautan gall áður en hann náði skoti. Jafntefli niðurstaðan sem verður að teljast svekkjandi fyrir heimamenn. Afturelding hefur þá gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum leikjum og tapað einum, síðasti sigurleikur kom fyrir sléttum mánuði. Afhverju var jafntefli? Heimamenn fóru illa að ráði sínu á lokakaflanum og skoruðu ekki mark á síðustu fjórum mínútunum en höfðu leikinn í höndum sér þegar skammt var eftir. Þetta spilast að miklu leiti á klaufaskap í sóknarleik heimamanna, að ná ekki að nýta sér þá stöðu sem þeir voru í þegar lítið var eftir. Sömuleiðis hrós á gestina sem gáfust ekki upp þótt útlitið væri ekki gott. Hverjar stóðu upp úr? Í liði KA átti Ólafur Gústafsson frábæran leik bæði í markaskorun, að skapa færi fyrir félaga sína og svo í varnarleiknum, hann endaði með 8 mörk. Jón Heiðar Sigurðsson átti góða innkomu í fyrri hálfleik þegar KA menn voru upp við vegg sóknarlega og Allan Norðbekk náði að losa um sig undir lok leiks og kom með mikilvæg mörk en báðir enduðu með fjögur mörk. Í liði gestanna þá var Blær Hinriksson stórkostlegur með 11 mörk þar sem hann oft á tíðum sprengdi upp vörn KA manna. Birkir Benediktsson átti góðan seinni hálfleik og endaði með sex mörk þarf af nokkrar þrumur utan af velli. Þá var Gunnar gjörsamlega frábær í vörn Aftureldingar og var með mikið magn af stoppum, hefði hins vegar mátt gera betur sóknarlega. Hvað gekk illa? Afturelding fékk nokkur dauðafæri sem þeir fóru afar illa með, hvort sem skotið var framhjá eða að Nicholas Satchwell í markinu sá við þeim. Það gekk mjög illa hjá KA að ná að skapa færi hægra meginn á vellinum þar sem Allan Norðbekk og Óðinn Þór Ríkharðsson fara oft hamförum en Afturelding gerði mjög vel í að loka á þá. Hvað gerist næst? Afturelding fær Valsara í heimsókn föstudaginn 1. apríl og fer sá leikur fram kl 19:30. Á sama tíma mætir KA á Ásvelli og spilar gegn Haukum. Gunnar Magnússon: Mér fannst samt frammistaðan okkar verðskulda tvö stig Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var sáttur við spilamennsku liðsins í dag.VÍSIR/DANÍEL „Þetta er enn eitt jafnteflið hjá okkur en þau eru orðinn ansi mörg, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar eftir þriðja jafntefli liðsins í síðustu fjórum leikjum en liðið gerði 25-25 jafntefli á móti KA á Akureyri í dag. „Mér fannst frammistaðan hjá okkur frábær í dag. Sóknarleikurinn var mjög flottur, mér fannst við skapa alveg svakalega mikið af færum, við héldum skipulagi og vorum agaðir. Ég meina við fengum færi eftir færi, ef við hefðum notfært öll þessi færi sem ég vill helst ekki vita hvað það voru mörg sem við nýtum ekki þá hefðum við fengið bæði stigin.“ Gunnar var þrátt fyrir jafnteflið virkilega sáttur við frammistöðu sinna manna. „Vörnin var frábær. Við náðum að stoppa Allan Norðberg, Gunnar var stórkostlegur þó hann hafi ekki verið heitur í hornina að þá var hann frábær varnarlega. Við lögðum rosalega mikið upp úr því að stoppa Allan því að hann hefur verið magnaður hjá KA. KA liðið er hins vegar ótrúlega skipulagt og gott lið, núna var Óli Gúst okkur erfiður. Hann steig upp meira heldur en oft áður, við réðum ekki mjög vel við hann en enga að síður að koma hingað norður og mæta feiki sterku KA liði og ná í stig er gott. Mér fannst samt frammistaðan okkar verðskulda tvö stig.“ Afturelding er með langan meiðslalista og liðið spilar á fáum mönnum þessa dagana. „Við erum ekki með breiðan bekk, við erum með mikið af ungum strákum sem spila aðallega í Grill deildinni. Við auðvitað þreytumst en mér fannst við samt komast vel í gegnum þetta í dag og gera það vel en auðvitað tekur þetta á þegar það eru fáir leikmenn heilir.“ Afturelding hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum leik á síðasta mánuði og berjast nú um sæti í úrslitakeppninni. „Ef við breytum eitthvað af þessum jafnteflum í sigur þá værum við í toppbaráttu. Það er bara mjög stutt á milli í þessu. Mér finnst við hafa spilað vel á köflum og kannski verið klaufar að vera ekki með fleiri stig en við erum með en auðvitað er þetta þannig að það er bara næsti leikur og það er nóg af stigum eftir í pottinum. Við eigum vonandi eftir að fá einn til tvo leikmenn inn í viðbót og þá verðum við þéttari.“ „Ég vona að Sveinn Andri komi og svo er ég að vona að einhver af þessum þremur örvhentum detti inn í úrslitakeppnina.“