Stöð 2 Sport
Klukkan 12.50 mætast Valur og Stjarnan í undanúrslitum Lengjubikars kvenna.
Klukkan 15.50 hefst svo útsending fyrir vináttulandsleik Finnlands og Íslands í knattspyrnu.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 12.50 hefst útsending frá leik Hammarby og Eskilstuna í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu.
England mætir Sviss í vináttulandsleik klukkan 17.20. Klukkan 19.35 mætast svo Holland og Danmörk, einnig í vináttulandsleik.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 21.00 er leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 13.45 er leikur Fram og KA/Þórs í Olís-deild kvenna á dagskrá. Sannkallaður stórleikur þar á ferð. Klukkan 15.50 er komið að leik Stjörnunnar og Vals í sömu deild.
Klukkan 21.00 hefst svo JTBC Classic-mótið í golfi.
Stöð 2 Golf
Klukkan 09.00 hefst Meistaramótið í golfi í Katar. Það er hluti af DP heimsmótaröðinni.
Klukkan 14.00 er WGC Match Play-mótið á dagskrá.