Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, varð að draga sig úr hópnum vegna veikinda og Oliver tekur hans stað í hópnum.
Oliver er uppalin í Þrótti en skipti yfir til FH fyrir síðasta tímabil. Oliver lék 12 leiki fyrir FH í Pepsi-Max deildinni á síðasta ári og skoraði þrjú mörk. Ef Oliver spilar gegn Kýpur á þriðjudaginn verður það hans fyrsti landsleikur.
Oliver Heiðarsson, FH, hefur verið kallaður inn í hóp U21 karla fyrir leikinn gegn Kýpur vegna veikinda Dags Dan Þórhallssonar.#fyririsland pic.twitter.com/L4nzb78PLK
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2022