Trommari Foo Fighters látinn aðeins fimmtugur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2022 08:48 Hawkins hafði verið trommari Foo Fighters frá árinu 1997. Getty/Rich Fury Taylor Hawkins, trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, er látinn fimmtugur að aldri. Hljómsveitin tilkynnti fráfall hans í gærkvöldi. „Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997. Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Fjölskyldan sem Foo Fighters er er miður sín vegna hörmulegs andláts okkar heittelskaða Taylor Hawkins, sem lést langt fyrir aldur fram,“ segir í tísti sveitarinnar. Þar segir að andi Hawkins og smitandi hlátur hans muni lifa með sveitinni það sem eftir er. Ekki er ljóst hver orsök andlátsins voru. „Hugur okkar og hjarta eru hjá eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu. Við viljum biðja ykkur að virða friðhelgi þeirra á þessum erfiðu tímum.“ pic.twitter.com/ffPHhUKRT4— Foo Fighters (@foofighters) March 26, 2022 Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku og átti að spila á Estereo Picnic tónlistarhátíðinni í Bogotá í Kólumbíu í gærkvöldi. Tónlistarhátíðin gaf út yfirlýsingu á Facebook þar sem það var tilkynnt að sveitin myndi ekki koma fram á hátíðinni vegna fráfalls Hawkins. Aðdáendur sveitarinnar komu saman fyrir utan hótelið, sem sveitin hafði gist á í Kólumbíu, til að minnast Hawkins, sem hafði fundist látinn á hótelherbergi sínu. Eftir hátíðina í Bogotá átti Foo Fighters að spila á Lollapalooza hátíðinni í Sao Paulo í Brasilíu í kvöld áður en tónleikaferð þeirra yrði haldið áfram í Bandaríkjunum. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997.
Andlát Hollywood Bandaríkin Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira