Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist Steinar Fjeldsted skrifar 27. mars 2022 18:35 Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis. „Universal hafði samband við mig eftir að kórinn gaf út tónlistarmyndbönd sem tekin voru upp í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Myndböndin höfðu vakið mikla athygli innan fyrirtækisins og voru þau mjög spennt að vinna með okkur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri en hann kom að útsetningu margra verkanna ásamt því að eiga verk á plötunni. Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin af Jóni Stefánssyni organista í Langholtskirkju og hefur skipað sér sess meðal farsælustu kóra Íslands. Frægðarsól kórsins hefur risið hratt að undanförnu og hefur kórinn hefur meðal annars sungið á tónleikaferðalagi með Björk Guðmundsdóttur auk þess að starfa með öðrum heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við hljómsveitina Fleet Foxes. Kórinn skipa 24 konur á aldrinum 18-32 ára. Graduale Nobili mun vera með útgáfutónleika 1. maí næstkomandi í Langholtskirkju þar sem platan verður flutt í heild sinni. Á plötunni er að finna sextán lög; ný sem og sígild verk. Meðal þeirra tónskálda sem eiga verk á plötunni eru Jórunn Viðar, Hugi Guðmundsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Sigurður Sævarsson og fleiri. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Kórar Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið
„Universal hafði samband við mig eftir að kórinn gaf út tónlistarmyndbönd sem tekin voru upp í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Myndböndin höfðu vakið mikla athygli innan fyrirtækisins og voru þau mjög spennt að vinna með okkur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri en hann kom að útsetningu margra verkanna ásamt því að eiga verk á plötunni. Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin af Jóni Stefánssyni organista í Langholtskirkju og hefur skipað sér sess meðal farsælustu kóra Íslands. Frægðarsól kórsins hefur risið hratt að undanförnu og hefur kórinn hefur meðal annars sungið á tónleikaferðalagi með Björk Guðmundsdóttur auk þess að starfa með öðrum heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við hljómsveitina Fleet Foxes. Kórinn skipa 24 konur á aldrinum 18-32 ára. Graduale Nobili mun vera með útgáfutónleika 1. maí næstkomandi í Langholtskirkju þar sem platan verður flutt í heild sinni. Á plötunni er að finna sextán lög; ný sem og sígild verk. Meðal þeirra tónskálda sem eiga verk á plötunni eru Jórunn Viðar, Hugi Guðmundsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Sigurður Sævarsson og fleiri. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Kórar Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið