Magnaðar ljósmyndir á gömlu almenningssalerni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:05 Iryna Kamieniewa er sýningarstjóri sýningarinnar. Vísir/Egill Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn. Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira