Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. Erlent 7.8.2025 23:58
Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. Innlent 7.8.2025 21:32
Neitar að hitta Pútín án Selenskís Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps. Erlent 7.8.2025 16:29
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Erlent 1. ágúst 2025 14:27
Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. Erlent 1. ágúst 2025 06:48
Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. Erlent 31. júlí 2025 16:10
Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Rússar fengu aftur keppnisleyfi á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur nú yfir í Singapúr. Sport 31. júlí 2025 09:02
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. Erlent 31. júlí 2025 07:16
Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Varaforseti Úkraínuþings vonar að Íslendingar gangi í almannavarnabandalag með Úkraínumönnum og Finnum sem sér um uppbyggingu sprengjuskýla í Úkraínu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um inngöngu að sögn forseta Alþingis en það er til skoðunar. Innlent 30. júlí 2025 12:01
Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. Erlent 30. júlí 2025 08:52
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. Erlent 29. júlí 2025 14:31
Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. Erlent 29. júlí 2025 07:36
Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist verulega vonsvikinn í garð Vladimírs Pútín, kollega síns í Rússlandi. Þeir hafi margsinnis talað saman og verið nærri því að koma á friði í Úkraínu en í hvert sinn hafi Pútín gert umfangsmiklar árásir á Úkraínu og gert út af við friðarviðleitnina. Erlent 28. júlí 2025 13:10
Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir samninganefndir Úkraínu og Rússlands hafa rætt möguleikann á að haldinn verði beinn fundur hans og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Erlent 25. júlí 2025 08:42
Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Dmytro „Dima“ Timashov er fyrrum sænskur landsliðsmaður í íshokkí sem er fæddur í Úkraínu en nú vill hann fá rússneskt vegabréf. Sport 24. júlí 2025 23:16
Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Erlent 23. júlí 2025 15:51
Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Skoðun 22. júlí 2025 18:01
„Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Rektor Háskóla Íslands segir menntamorð eiga sér stað á stríðssvæðum en einnig í Bandaríkjunum. Mikilvægt sé að verða ekki að kröfum bandarískra fjármagnara sem vilja ekki að kynjajafnrétti og loftslagsáhrif séu rannsökuð. Margt sé á döfinni í háskólanum. Innlent 21. júlí 2025 12:01
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 21. júlí 2025 07:20
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Erlent 19. júlí 2025 20:38
Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Í dag kemur Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til landsins til þess að funda með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um öryggismál og almannavarnir. Hún er boðin velkomin með eldgosi og getur því séð viðbúnað Íslands gegn þessari ógn í eigin persónu. Stjórnarráðið hefur hins vegar gefið út að heimsóknin þjóni einnig þeim tilgangi að „skerpa sýn helstu bandamanna okkar á viðvarandi öryggisáskoranir á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi”. Skoðun 17. júlí 2025 09:33
Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. Erlent 16. júlí 2025 07:56
Pútín lætur sér fátt um finnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. Erlent 15. júlí 2025 17:57
Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Júlía Navalní, ekkja Alexei Navalní pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, biðlar til ítalskra stjórnvalda að aflýsa tónleikum leiddum af rússneskum hljómsveitarstjórnanda sem er sagður nátengdur Pútín. Erlent 15. júlí 2025 15:20