Aron unnið stóran titil þrettán tímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 10:01 Aron Pálmarsson fagnar með íslenska landsliðinu á síðasta Evrópumóti. Getty/Kolektiff Images Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er mikill sigurvegari í handboltanum og Aron bætti við enn einum titlinum um helgina. Þeir stóru eru nú orðnir þrjátíu í atvinnumennskunni. Aron og félagar í Aalborg Håndbold urðu danskir bikarmeistarar í gærkvöldi eftir 30-27 sigur á GOG í úrslitaleiknum. Aron var markahæstur í sínu liðið með sjö mörk og fór mikinn á lokakafla leiksins. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Þetta er fyrsta tímabil Arons í Álaborg en hann heldur áfram uppteknum hætti að raða inn titlunum með félögum sínum. Hann gerði það með Kiel í Þýskalandi, með Veszprém í Ungverjalandi og með Barcelona á Spáni. Þetta er nefnilega þrettánda tímabilið í röð þar sem Aron vinnur að minnsta kosti einn stóran titil og oftast hafa þeir verið fleiri en einn. Þetta er um leið þrettánda tímabil Arons í atvinnumennsku og síðasta titlalausa tímabilið hans var veturinn 2008-09 með liði FH. Aron hefur nú unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum þar af hefur hann ellefu sinnum orðið landsmeistari, fjórum sinnum deildarbikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar sinnum unnið heimsmeistarakeppni félagsliða. Þetta var síðan tímamóta bikarmeistaratitill eða sá tíundi í röðinni. Hann vann þýska bikarinn þrisvar með Kiel og hefur nú orðið bikarmeistari á síðustu sjö tímabilum, tvisvar í Ungverjalandi, fjórum sinnum á Spáni og nú í fyrsta sinn í Danmörku. Þetta var aðeins annar bikarmeistaratitil Álaborgarliðsins í sögunni en hinn vannst árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari Danski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Aron og félagar í Aalborg Håndbold urðu danskir bikarmeistarar í gærkvöldi eftir 30-27 sigur á GOG í úrslitaleiknum. Aron var markahæstur í sínu liðið með sjö mörk og fór mikinn á lokakafla leiksins. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Þetta er fyrsta tímabil Arons í Álaborg en hann heldur áfram uppteknum hætti að raða inn titlunum með félögum sínum. Hann gerði það með Kiel í Þýskalandi, með Veszprém í Ungverjalandi og með Barcelona á Spáni. Þetta er nefnilega þrettánda tímabilið í röð þar sem Aron vinnur að minnsta kosti einn stóran titil og oftast hafa þeir verið fleiri en einn. Þetta er um leið þrettánda tímabil Arons í atvinnumennsku og síðasta titlalausa tímabilið hans var veturinn 2008-09 með liði FH. Aron hefur nú unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum þar af hefur hann ellefu sinnum orðið landsmeistari, fjórum sinnum deildarbikarmeistari, þrisvar sinnum unnið Meistaradeildina og tvisvar sinnum unnið heimsmeistarakeppni félagsliða. Þetta var síðan tímamóta bikarmeistaratitill eða sá tíundi í röðinni. Hann vann þýska bikarinn þrisvar með Kiel og hefur nú orðið bikarmeistari á síðustu sjö tímabilum, tvisvar í Ungverjalandi, fjórum sinnum á Spáni og nú í fyrsta sinn í Danmörku. Þetta var aðeins annar bikarmeistaratitil Álaborgarliðsins í sögunni en hinn vannst árið 2018. View this post on Instagram A post shared by Aalborg Ha ndbold (@aalborghaandbold) Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari
Landsmeistara- og bikarmeistaratitlar Arons Pálmarsson á þrettán tímabilum í röð: 2009-10 með Kiel: Meistari 2010-12 með Kiel: Bikarmeistari 2011-12 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2012-13 með Kiel: Meistari og bikarmeistari 2013-14 með Kiel: Meistari 2014-15 með Kiel: Meistari 2015-16 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2016-17 með Veszprém: Meistari og bikarmeistari 2017-18 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2018-19 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2019-20 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2020-21 með Barcelona: Meistari og bikarmeistari 2021-22 með Aalborg Håndbold: Bikarmeistari
Danski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira