Ingvar óumdeildur arftaki Hannesar Þórs sem besti markvörður Bestu deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 09:01 Ingvar Jónsson fagnar bikarmeistaratitlinum síðasta sumar. Hann var stóð ástæða þess að Víkingar unnu tvöfalt. Vísir/Hulda Margrét Það virðist sem Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, sé óumdeilanlega besti markvörður Bestu-deildarinnar eins og staðan er í dag. Hann sest í hásætið sem Hannes Þór Halldórsson skildi eftir er hann lagði hanskana á hilluna nýverið. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði blaðamaður grein þar sem farið var yfir markverði efstu deildar karla í knattspyrnu hér á landi. Þar bar einn maður höfuð og herðar yfir aðra, Hannes Þór Halldórsson – þáverandi landsliðsmarkvörður Íslands. Nú tæpum tólf mánuðum síðar er staðan önnur. Hannes Þór hefur lagt hanskana á hilluna eftir glæstan og farsælan feril og hásæti hans því laust. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Þó blaðamaður telji sig nokkuð færan í að greina hæfileika manna í að kasta og grípa þá var ákveðið að ræða við nokkra aðila sem hafa ágætis vit á bæði fótbolta sem og markvörslu. Atli Viðar Björnsson: Fyrrverandi framherji og margfaldur Íslandsmeistari með FH á sínum tíma. Starfar nú meðal annars sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um íslenska boltann. Tómas Þór Þórðarson: Fjölmiðlamaður sem stýrir allri umræðu um enska boltann á Símanum. Var markvörður á sínum yngri árum. Sonný Lára Þráinsdóttir: Fyrrverandi markvörður og margfaldur Íslandsmeistari með Breiðabliki á sínum tíma. Starfar nú meðal annars sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um íslenska boltann. Það ætti ekki að koma verulega á óvart að eftir síðasta sumar er Ingvar Jónsson almennt talinn besti markvörður Bestu deildarinnar um þessar mundir. Eftir að sitja á varamannabekk Víkings framan af sumri kom hann inn í liðið þegar leið á tímabilið og átti risastóran þátt í því að Víkingar eru í dag bæði Íslands- og bikarmeistarar. Var búinn að taka hásætið af Hannesi Þór síðasta sumar „Ingvar er besti markvörður Bestu deildarinnar, það held ég að sé alveg óumdeilt svona komandi inn í mótið en hlutirnir geta breyst hratt í fótboltanum,“ sagði Tómas Þór og hélt áfram. „Ingvar var búinn að taka hásætið af Hannesi Þór undir lok síðustu leiktíðar og þar sem Hannes er nú hættur situr Ingvar þar sæll og glaður þangað til annað kemur í ljós,“ bætti Tómas Þór við. Vert er að taka fram að Tómas Þór er gallharður Víkingur og því kemur lítið á óvart að hann sé þessarar skoðunar. Atli Viðar hefur hins vegar engin tengsl í Víkina en er sömu skoðunar. Þórður Ingason og Ingvar Jónsson deildu markvarðarstöðunni hjá Víkingi á síðustu leiktíð. Nú virðist sem Ingvar hafi alfarið eignað sér stöðuna.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hefur síðan þá verið einn albesti knattspyrnumaðurinn á landinu, ef ekki sá besti.“ „Sá besti að mínu mati er Ingvar Jónsson. Frábær markmaður, virkilega sterkur liðsmaður og mikill sigurvegari. Mér finnst hann hafa sýnt ótrúlegan karakter og andlegan styrk síðustu tólf mánuði eða svo. Eftir að meiðast fyrir mót kemur hann loks inn í Víkingsliðið þegar tímabilið var meira en hálfnað og gerði á endanum gott lið enn betra. Hefur síðan þá verið einn albesti knattspyrnumaðurinn á landinu, ef ekki sá besti.“ „Ingvar er augljóslega sterkur leiðtogi sem hefur góð og mikil áhrif á varnarlínu sína. Ég held að hann og hans frammistaða í sumar muni hafa stór áhrif á gengi Víkings og miðað við hvað hann hefur gert síðustu mánuði þá sé ég enga ástæðu til annars fyrir Víkinga en bjartsýni um áframhaldandi velgengni.“ Sonný Lára telur ljóst að Ingvar sé líklegur til að taka hásætið hans Hannesar Þórs en hún telur þó að hann muni fá samkeppni úr Kópavogi. „Ingvar og Anton Ari Einarsson hjá Breiðabliki eru tveir bestu markmenn Bestu-deildarinnar. Ég get hins vegar ekki valið einn! Þeir munu slást um krúnuna í sumar, ekki spurning.“ Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Blaðamaður verður að taka undir með sérfræðingunum en það er ljóst að sem stendur ber Ingvar höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar. Hlutirnir geta þó verið fljótir að breytast og hver veit nema baráttan um hásætið verði spennandi eftir allt saman. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan skrifaði blaðamaður grein þar sem farið var yfir markverði efstu deildar karla í knattspyrnu hér á landi. Þar bar einn maður höfuð og herðar yfir aðra, Hannes Þór Halldórsson – þáverandi landsliðsmarkvörður Íslands. Nú tæpum tólf mánuðum síðar er staðan önnur. Hannes Þór hefur lagt hanskana á hilluna eftir glæstan og farsælan feril og hásæti hans því laust. After 31 years of football it is time to call it a day. It s been a true rollercoaster ride. Family, teammates, coaches, supporters and everybody who helped me on the way, thank you https://t.co/6T9NkLYmMd pic.twitter.com/d0vCO72jqJ— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) March 16, 2022 Þó blaðamaður telji sig nokkuð færan í að greina hæfileika manna í að kasta og grípa þá var ákveðið að ræða við nokkra aðila sem hafa ágætis vit á bæði fótbolta sem og markvörslu. Atli Viðar Björnsson: Fyrrverandi framherji og margfaldur Íslandsmeistari með FH á sínum tíma. Starfar nú meðal annars sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um íslenska boltann. Tómas Þór Þórðarson: Fjölmiðlamaður sem stýrir allri umræðu um enska boltann á Símanum. Var markvörður á sínum yngri árum. Sonný Lára Þráinsdóttir: Fyrrverandi markvörður og margfaldur Íslandsmeistari með Breiðabliki á sínum tíma. Starfar nú meðal annars sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sport um íslenska boltann. Það ætti ekki að koma verulega á óvart að eftir síðasta sumar er Ingvar Jónsson almennt talinn besti markvörður Bestu deildarinnar um þessar mundir. Eftir að sitja á varamannabekk Víkings framan af sumri kom hann inn í liðið þegar leið á tímabilið og átti risastóran þátt í því að Víkingar eru í dag bæði Íslands- og bikarmeistarar. Var búinn að taka hásætið af Hannesi Þór síðasta sumar „Ingvar er besti markvörður Bestu deildarinnar, það held ég að sé alveg óumdeilt svona komandi inn í mótið en hlutirnir geta breyst hratt í fótboltanum,“ sagði Tómas Þór og hélt áfram. „Ingvar var búinn að taka hásætið af Hannesi Þór undir lok síðustu leiktíðar og þar sem Hannes er nú hættur situr Ingvar þar sæll og glaður þangað til annað kemur í ljós,“ bætti Tómas Þór við. Vert er að taka fram að Tómas Þór er gallharður Víkingur og því kemur lítið á óvart að hann sé þessarar skoðunar. Atli Viðar hefur hins vegar engin tengsl í Víkina en er sömu skoðunar. Þórður Ingason og Ingvar Jónsson deildu markvarðarstöðunni hjá Víkingi á síðustu leiktíð. Nú virðist sem Ingvar hafi alfarið eignað sér stöðuna.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hefur síðan þá verið einn albesti knattspyrnumaðurinn á landinu, ef ekki sá besti.“ „Sá besti að mínu mati er Ingvar Jónsson. Frábær markmaður, virkilega sterkur liðsmaður og mikill sigurvegari. Mér finnst hann hafa sýnt ótrúlegan karakter og andlegan styrk síðustu tólf mánuði eða svo. Eftir að meiðast fyrir mót kemur hann loks inn í Víkingsliðið þegar tímabilið var meira en hálfnað og gerði á endanum gott lið enn betra. Hefur síðan þá verið einn albesti knattspyrnumaðurinn á landinu, ef ekki sá besti.“ „Ingvar er augljóslega sterkur leiðtogi sem hefur góð og mikil áhrif á varnarlínu sína. Ég held að hann og hans frammistaða í sumar muni hafa stór áhrif á gengi Víkings og miðað við hvað hann hefur gert síðustu mánuði þá sé ég enga ástæðu til annars fyrir Víkinga en bjartsýni um áframhaldandi velgengni.“ Sonný Lára telur ljóst að Ingvar sé líklegur til að taka hásætið hans Hannesar Þórs en hún telur þó að hann muni fá samkeppni úr Kópavogi. „Ingvar og Anton Ari Einarsson hjá Breiðabliki eru tveir bestu markmenn Bestu-deildarinnar. Ég get hins vegar ekki valið einn! Þeir munu slást um krúnuna í sumar, ekki spurning.“ Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Blaðamaður verður að taka undir með sérfræðingunum en það er ljóst að sem stendur ber Ingvar höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar. Hlutirnir geta þó verið fljótir að breytast og hver veit nema baráttan um hásætið verði spennandi eftir allt saman. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira