Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2022 20:20 Baldur Þór Ragnarsson var virkilega ánægður eftir mikilvægan sigur Tindastóls í kvöld. vísir/bára „Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld. Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55