Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2022 20:20 Baldur Þór Ragnarsson var virkilega ánægður eftir mikilvægan sigur Tindastóls í kvöld. vísir/bára „Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld. Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Liðin buðu upp á mikinn hraða í kvöld það var nokkuð augljóst að mikið var undir. Stólarnir spiluðu af miklum ákafa allt frá fyrstu mínútu og gerðu Íslandsmeisturunum erfitt fyrir, en Baldur segir að það hafi í raun ekki verið erfitt að koma mönnum í rétta gírinn fyrir þennan leik. „Í sjálfu sér eru menn bara búnir að vera svakalega mótiveraðir í dágóðan tíma og þetta mótiverar sig sjálft þegar þú ert að spila á móti liðinu sem er í efsta sæti. Það er bara svona eitt af því að vera í efsta sæti. Þá koma lið vanalega tilbúin í þá leiki.“ „Varnarleikurinn var mjög öflugur í kvöld og það var svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Seinast þegar þessi lið mættust í deildinni unnu Þórsarar afar öruggan 43 stiga sigur, 109-66. Baldur segir að munurinn á þeim leik og leiknum í kvöld hafi verið sá að bæði hafi hans menn mætt betur undirbúnir í kvöld og að Þórsarar spiluðu algjörlega frábæran leik á Sauðárkróki. „Það er bara öll orka, vilji og einbeiting sem er munurinn á þessum leikjum. Og geta í körfubolta bæði á sóknarvelli og varnarvelli. Hins vegar er eitt af því sem er líka öðruvísi að Þór Þorlákshöfn spilaðir náttúrulega gjörsamlega frábæran leik á móti okkur á Króknum. Þeir voru að skjóta eitthvað í kringum 70 prósent í hálfleik í þriggja stiga skotum og gerðu það frábærlega í þeim leik.“ Tindastóll mætir Þórsurum fra Akureyri í lokaumferð Subway-deildarinnar næstkomandi fimmtudag. Þórsarar eru fallnir úr deildinni, en Baldur segir að það sé mikilvægt að mæta af sama krafti og í kvöld þar sem það geti verið erfitt að spila á móti algjörlega pressulausum liðum. „Hver einasti leikur er erfiður og þeir eru búnir að vera að spila 50/50 leiki bæði við KR og Blikana. Við verðum að mæta einbeittir og með sömu orku og í kvöld. Ef við ætlum að fara að vera flatir þá bara getum við tapað þeim leik,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski körfuboltinn Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55 Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 28. mars 2022 19:55