Þráinn Orri greiddi háan skatt fyrir tækifærið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Þráinn Orri Jónsson leikur væntanlega ekki aftur handbolta fyrr en á næsta ári. vísir/vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður handboltaliðs Hauka, verður frá keppni næstu mánuðina. Hann sleit krossband í hné í leik Íslands og Noregs um 5. sætið á EM í janúar. Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira