Þurfa meira fjármagn til að gera meira en bara að slökkva elda Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. mars 2022 16:19 Benedikt Ófeigsson er sérfræðingur hjá Veðurstofunni og trúnaðarmaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Veðurstofan þarf að bæta upp tæplega 130 milljóna króna halla á næstu tveimur árum en starfsmenn telja niðurskurðaraðgerðir koma verulega niður á getu stofnunarinnar til að sinna brýnum verkefnum. Sérfræðingur á Veðurstofunni telur ljóst að auka þurfi fjármagn til stofnunarinnar í stað þess að skera niður. Starfsmönnum Veðurstofunnar var tilkynnt í lok febrúarmánaðar að skera þyrfti niður um 126 milljónir króna á næstu tveimur árum til að bæta upp halla sem hafði myndast í lok síðasta árs. Brást Veðurstofan meðal annars við með því að segja upp þremur starfsmönnum, breyta starfshlutfalli og draga úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar. Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur á Veðurstofunni, segir umsvif stofnunarinnar hafa aukist verulega undanfarin ár. „Við erum að horfa upp á tíð eldgos, mjög erfið veður, fárviðri hvað eftir annað yfir veturinn, rauðar viðvaranir, eins og fólk hefur kannski orðið vart við, og aukin skriðuföll. Þannig það er mjög mikið aukið álag á grunnstarfsemi Veðurstofunnar,“ segir Benedikt. Niðurskurður geti valdið verulegri og varanlegri röskun Sérfræðingar og vísindamenn Veðurstofunnar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og vöruðu við stöðunni. Þrátt fyrir að verkefni þeirra verði sífellt viðameiri og flóknari fylgi fjárframlög ekki þeirri þróun. „Sérfræðingar og vísindafólk á Veðurstofu Ísland telur að viðvarandi niðurskurðaraðgerðir geti valdið verulegri og varanlegri röskun á getu Veðurstofu Íslands til þess að sinna brýnum og lögbundnum skyldum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Benedikt segir ljóst að niðurskurður bitni á starfseminni. „Það þarf á einhverjum tímapunkti að ákveða hvað við ætlum að vakta og hvað ekki, sem þýðir að einhvers staðar þarf að sleppa að vakta þar sem við þurfum að vakta. Það á bara eftir að koma í ljós hvar við þurfum að skera niður,“ segir Benedikt. Grunnstarfsemin forsenda þess að stofnunin ráði við atburði Hann bendir á að þörf sé á aukinni vöktun almennt svo hægt sé að vara við mögulegri vá en einblínt sé um of á einstaka atburði, á borð við eldgos og skriðuföll. „Það koma yfirleitt peningar þegar eitthvað gerist, það er ekki vandamálið. Heldur er það kannski frekar að þessi daglega grunnvöktun og grunnstarfsemi, sem við þurfum að sinna til þess að hafa getuna til að bregðast svo við, það grefst svolítið undan henni vegna þess að grunnfjármögnunin er ekki að vaxa,“ segir Benedikt. Síðustu niðurskurðaraðgerðir fólu í sér að þremur starfsmönnum var sagt upp, starfshlutfalli annarra var breytt og dregið var úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar.Vísir/Vilhelm „Það þarf að hugsa þetta heildstætt, það gengur ekki að stofnunin hlaupi bara endalaust til þess að slökkva elda, það er að segja að bregðast við atburðum, heldur þurfum við líka að hafa getuna til að sinna þessum grunnmælikerfum sem eru forsenda þess að við ráðum við atburðinn,“ segir hann enn fremur. Þá hafi mikilvæg verkefni setið á hakanum í nokkurn tíma og stefndi í óefni jafnvel áður en ákveðið var að skera niður núna síðast. Aðspurður um hvort auka þurfi fjármagn eða halda framlögum á pari segir Benedikt að þau megi í hið minnsta ekki við frekari niðurskurði. „Við erum að sinna þessu eins og er en það er alltaf að verða þyngra og þyngra. Það er mjög mikið álag á mörgum starfsmönnum þannig ég held að það hljóti að þurfa að auka fjármagn frá stjórnvöldum í Veðurstofuna,“ segir Benedikt. Veður Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Starfsmönnum Veðurstofunnar var tilkynnt í lok febrúarmánaðar að skera þyrfti niður um 126 milljónir króna á næstu tveimur árum til að bæta upp halla sem hafði myndast í lok síðasta árs. Brást Veðurstofan meðal annars við með því að segja upp þremur starfsmönnum, breyta starfshlutfalli og draga úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar. Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur á Veðurstofunni, segir umsvif stofnunarinnar hafa aukist verulega undanfarin ár. „Við erum að horfa upp á tíð eldgos, mjög erfið veður, fárviðri hvað eftir annað yfir veturinn, rauðar viðvaranir, eins og fólk hefur kannski orðið vart við, og aukin skriðuföll. Þannig það er mjög mikið aukið álag á grunnstarfsemi Veðurstofunnar,“ segir Benedikt. Niðurskurður geti valdið verulegri og varanlegri röskun Sérfræðingar og vísindamenn Veðurstofunnar sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og vöruðu við stöðunni. Þrátt fyrir að verkefni þeirra verði sífellt viðameiri og flóknari fylgi fjárframlög ekki þeirri þróun. „Sérfræðingar og vísindafólk á Veðurstofu Ísland telur að viðvarandi niðurskurðaraðgerðir geti valdið verulegri og varanlegri röskun á getu Veðurstofu Íslands til þess að sinna brýnum og lögbundnum skyldum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Benedikt segir ljóst að niðurskurður bitni á starfseminni. „Það þarf á einhverjum tímapunkti að ákveða hvað við ætlum að vakta og hvað ekki, sem þýðir að einhvers staðar þarf að sleppa að vakta þar sem við þurfum að vakta. Það á bara eftir að koma í ljós hvar við þurfum að skera niður,“ segir Benedikt. Grunnstarfsemin forsenda þess að stofnunin ráði við atburði Hann bendir á að þörf sé á aukinni vöktun almennt svo hægt sé að vara við mögulegri vá en einblínt sé um of á einstaka atburði, á borð við eldgos og skriðuföll. „Það koma yfirleitt peningar þegar eitthvað gerist, það er ekki vandamálið. Heldur er það kannski frekar að þessi daglega grunnvöktun og grunnstarfsemi, sem við þurfum að sinna til þess að hafa getuna til að bregðast svo við, það grefst svolítið undan henni vegna þess að grunnfjármögnunin er ekki að vaxa,“ segir Benedikt. Síðustu niðurskurðaraðgerðir fólu í sér að þremur starfsmönnum var sagt upp, starfshlutfalli annarra var breytt og dregið var úr yfirvinnu. Þá hafa frekari aðgerðir verið boðaðar.Vísir/Vilhelm „Það þarf að hugsa þetta heildstætt, það gengur ekki að stofnunin hlaupi bara endalaust til þess að slökkva elda, það er að segja að bregðast við atburðum, heldur þurfum við líka að hafa getuna til að sinna þessum grunnmælikerfum sem eru forsenda þess að við ráðum við atburðinn,“ segir hann enn fremur. Þá hafi mikilvæg verkefni setið á hakanum í nokkurn tíma og stefndi í óefni jafnvel áður en ákveðið var að skera niður núna síðast. Aðspurður um hvort auka þurfi fjármagn eða halda framlögum á pari segir Benedikt að þau megi í hið minnsta ekki við frekari niðurskurði. „Við erum að sinna þessu eins og er en það er alltaf að verða þyngra og þyngra. Það er mjög mikið álag á mörgum starfsmönnum þannig ég held að það hljóti að þurfa að auka fjármagn frá stjórnvöldum í Veðurstofuna,“ segir Benedikt.
Veður Náttúruhamfarir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira