Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 19:30 Hundrað hluthafar eiga um 88,88% í Íslandsbanka. Aðrir um 16.000 hluthafar eiga svo restina. Vísir Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Gríðarleg umfram eftirspurn var í útboði Bankasýslunnar í Íslandsbanka í síðustu viku en um 430 svo kallaðir hæfir fjárfestar tóku þátt. Svo mikil var eftirspurnin að það þurfti að skerða hlut þeirra verulega. Þannig fengu velflestir lífeyrissjóðir skerðingar upp á um 60%. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um hvað lífeyrissjóðirnir fengu úthlutað. Í svörum þeirra flestra kom fram að þeir fengu um 40% af þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins fékk lang stærsta hlutinn eða um 3,9 milljarða. Hér að neðan má sjá hvað lífeyrissjóðir keyptu fyrir háar fjárhæðir í útboðinu í síðustu viku. Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki skilað uppgjöri vegna útboðsins þannig að það þarf að nálgast núverandi hluthafalista í bankanum í höfuðstöðvum Íslandsbanka en samkvæmt lögum mega aðeins hluthafar sjá listann. Fjárfestatengill situr þannig með viðkomandi og sýnir hluthafalistann en ekki má taka myndir af listanum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa páraði niður á fundinum fara nú hundrað fjárfestar með tæplega 90 prósenta eignahlut í Íslandsbanka. Hinir tæplega sextán þúsund eigendurnir eiga svo um tíu prósent. Tólf lífeyrissjóðir fara nú með tæplega fjórðungshlut í bankanum. En þeir keyptu allir í síðasta útboði og sést hlutur þeirra í bankanum á myndinni hér að neðan. Sex bankar og verðbréfasjóðir fara með ríflega sex prósenta hlut í Íslandsbanka en taka skal fram að bankarnir voru langmest að fjárfesta í útboðinu fyrir hönd viðskiptavina sinna samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum. Tíu af tólf stærstu erlendum fjárfestum í bankanum virðast vera að losa sig við hluti, merkt með rauðu á myndinni hér að neðan eða standa hjá í útboðinu, merkt með bláu. Þó skal tekið fram að uppgjör Bankasýslu ríkisins á útboðinu er ekki lokið og því gætu þær upplýsingar sem lágu fyrir í bankanum í dag breyst. Erlendu fjárfestarnir fara samtals með tæplega 8% hlut en hlutur erlendra fjárfesta var um 11% eftir síðasta útboð. Capital Group er lang stærsti erlendi hluthafinn og fer með 5,06% hlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu hluthafa Íslandsbanka og fara samanlagt með ríflega eitt prósent hlutafjár í Íslandsbanka.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00 Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. 28. mars 2022 13:00
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57