Vilhelm, sem er í 4. sæti allra leikmanna deildarinnar í einkunnagjöf HB Statz, langefstur Framara, meiddist í ökkla. Liðbönd rifnuðu og mun það taka nokkrar vikur að gróa, en þetta staðfesti Vilhelm í samtali við handbolta.is.
Óttast var að Vilhelm hefði jafnvel meiðst enn verr þegar hann meiddist í leik gegn Val á laugardaginn en betur fór en á horfðist. Hann útilokar ekki að geta spilað með færeyska landsliðinu eftir hálfan mánuð, í umspilinu gegn Þýskalandi um sæti á HM.
Hann spilar hins vegar ekki þrjá síðustu deildarleiki Framara sem eru í 10. sæti deildarinnar og mjög sennilega á leið í sumarfrí eftir þá leiki. Þeir eiga reyndar enn veika von um að komast í úrslitakeppnina en þurfa þá að vinna alla þrjá leikina, gegn FH, Stjörnunni og Aftureldingu, og treysta á önnur hagstæð úrslit.