Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 21:31 Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Stöð 2 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. Hennar von er að hlustað verði á konur og farið verði í það að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að fæðing og meðganga sé í eðli sínu náttúrulegt ferli. Starf ljósmæðra gangi út á að fylgjast með konum og bregði eitthvað út af í ferlinu fái þær aukið eftirlit. „Ég held að ljósmæður hlusti alltaf á konur en ljósmæður eru fagmanneskjur. Þær eru að hlusta og þær eru að trúa konum en þær þurfa svo að taka ákvarðanir sem fagmanneskjur og þær gera það, byggt á faglegum staðreyndum. Og það eru oft kannski ekki ákvarðanir sem konurnar eru sáttar við,“ segir Unnur Berglind. Verði að treysta fagfólki Aðspurð um gagnrýni vegna áherslu á náttúrulegar fæðingar segir hún að verið sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum. „Ég held að það komi alltaf sá tímapunktur í fæðingu hjá konu sem er í hundrað prósent eðlilegu ferli að hún vilji bara klára keisara – það var þannig hjá mér sjálfri, í minni fæðingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tíu til fimmtán prósent keisaratíðni séu svona mörkin sem sýna fram á besta útkomu fyrir móður og barn og keisaratíðni á Íslandi er sextán prósent. Þannig að ég held að við verðum bara að treysta fagfólkinu,“ segir Unnur Berglind. „Mjög gamlar sögur“ Hún segir að ákvarðanir séu teknar í hverju tilfelli fyrir sig og vonar að mál standi betur í dag en áður. „Við erum alltaf að hlusta á konurnar og við tökum alltaf ákvarðanir út frá því sem er að gerast í það sinn hjá þeirri konu. Það sem ég tek eftir er að þær sögur sem eru að koma í dag eru mjög gamlar sögur þannig að ég vona að hlutirnir hafi breyst til betri vegar; af því að við erum alltaf að bæta og endurskoða. Við erum að fylgjast með öllu því nýjasta sem er í fræðunum, metum rannsóknir og erum að breyta. Þetta er bara dagsdaglegt hjá okkur að bæta ferlana hjá okkur.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. Hennar von er að hlustað verði á konur og farið verði í það að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að fæðing og meðganga sé í eðli sínu náttúrulegt ferli. Starf ljósmæðra gangi út á að fylgjast með konum og bregði eitthvað út af í ferlinu fái þær aukið eftirlit. „Ég held að ljósmæður hlusti alltaf á konur en ljósmæður eru fagmanneskjur. Þær eru að hlusta og þær eru að trúa konum en þær þurfa svo að taka ákvarðanir sem fagmanneskjur og þær gera það, byggt á faglegum staðreyndum. Og það eru oft kannski ekki ákvarðanir sem konurnar eru sáttar við,“ segir Unnur Berglind. Verði að treysta fagfólki Aðspurð um gagnrýni vegna áherslu á náttúrulegar fæðingar segir hún að verið sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum. „Ég held að það komi alltaf sá tímapunktur í fæðingu hjá konu sem er í hundrað prósent eðlilegu ferli að hún vilji bara klára keisara – það var þannig hjá mér sjálfri, í minni fæðingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tíu til fimmtán prósent keisaratíðni séu svona mörkin sem sýna fram á besta útkomu fyrir móður og barn og keisaratíðni á Íslandi er sextán prósent. Þannig að ég held að við verðum bara að treysta fagfólkinu,“ segir Unnur Berglind. „Mjög gamlar sögur“ Hún segir að ákvarðanir séu teknar í hverju tilfelli fyrir sig og vonar að mál standi betur í dag en áður. „Við erum alltaf að hlusta á konurnar og við tökum alltaf ákvarðanir út frá því sem er að gerast í það sinn hjá þeirri konu. Það sem ég tek eftir er að þær sögur sem eru að koma í dag eru mjög gamlar sögur þannig að ég vona að hlutirnir hafi breyst til betri vegar; af því að við erum alltaf að bæta og endurskoða. Við erum að fylgjast með öllu því nýjasta sem er í fræðunum, metum rannsóknir og erum að breyta. Þetta er bara dagsdaglegt hjá okkur að bæta ferlana hjá okkur.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54
Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10