Osaka felldi gleðitár er hún tryggði sér sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 13:01 Naomi Osaka er komin í úrslit á Miami. TPN/Getty Images Naomi Osaka er komin í úrslit Opna meistaramótsins í tennis sem fram fer á Miami í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn síðan í ársbyrjun 2021 sem Osaka leikur til úrslita. Hún felldi gleðitár eftir rimmuna í undanúrslitum. Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl. Tennis Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Hin 24 ára gamla Osaka hefur verið dugleg að tjá sig um andlega líðan sína og íþróttafólks almennt. Hún átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og hætti til að mynda við að taka þátta og Opna franska meistaramótinu þar sem hún treysti sér ekki til að ræða við fjölmiðla. Er það í samningi keppenda mótsins og því ákvað hún að hætta keppni. Osaka hefur síðan átt erfitt uppdráttar og mætti til Miami í 77. sæti heimslistans en hún var á sínum tíma í efsta sæti listans. Osaka virðist hafa fundið gleðina á nýjan leik og mun að lágmarki fara heim í 36. sæti listans, beri hún sigur úr býtum verður hún í efstu 30 sætunum. Hún lagði Belindu Bencic í undanúrslitum í þremur settum. Bencic vann fyrsta sett 6-4 en Oskaka kom til baka og vann síðari tvö settin, 6-3 og 6-4. „Fjandinn, ég er við það að fara gráta,“ sagði Osaka eftir sigurinn. Hún notaði handklæði til að þurrka andlit nokkuð oft og var ljóst að nokkur gleðitár létu sjá sig. Þá þakkaði hún áhorfendum fyrir en segja má að Osaka sé á heimavelli í Suður-Flórída og var vel stutt við bakið á henni í undanúrslitunum. Man idk what s going on but I m just so grateful right now. Cheers to the ups and downs of life for making me appreciate this moment even more. We re back in a final, see you on Saturday pic.twitter.com/cNxV1lZC7d— NaomiOsaka (@naomiosaka) April 1, 2022 Í úrslitum mætir hún Igu Swiatek. Sú var í 2. sæti síðasta heimslista en fer upp í toppsætið þar sem hin 25 ára Asleigh Barty - besta tenniskona í heimi um þessar mundir - hætti óvænt nýverið. Úrslitaviðureign Osaka og Swiatek fer fram á laugardag, 2. apríl.
Tennis Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira